Húnavaka - 01.05.2000, Page 15
HUNAVAKA
13
sem þarf að beita í svona málum. Eitt sinn, þegar hann kom í stofuna
okkar að kenna bókfærslu, höfðu allir sett stólana fyrir framan borðin
sín svo við snerum baki í kennarann. Aumingja maðurinn varð alveg
óður, rauk út og kom aftur til að láta okkur vita að allir hefðu fengið S í
kladdann en það þýddi skróp og refsingin var að sitja eftir í lestíma. Við
létum þetta ekkert á okkur fá og sátum áfram öfugt í stofunni. Næsti
kennari var Valdimar Gíslason hreppstjóri á Mýrum. Hann horfði yfir-
vegaður yfir bekkinn, lagði svo töskuna sína á kennaraborðið setti stólinn
sinn þar ofaná og flutti sig aftast í bekkinn og byijaði að kenna. Þetta var
ekkert gaman.
Hin gömlu kynni gleymast ei
Á þessum árum kynntist maður mörgum sem voru í skólanum, suma hef
ég ekki séð síðan en aðra held ég sambandi við og þó sérstaklega einn,
Jóel Kristjánsson, sem kom á Núp í bríaríi eftir 4. bekk í Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar.
Eftir veruna á Núpi langaði mig að breyta til. Við vorum tvær sem
ákváðum að fara í 5. bekk í Reykholti árið 74-75. Eg held að aðalmark-
miðið hafí verið að hleypa heimdraganum og ég gerði það svo rækilega
að síðan hef ég ekki búið á Vestfjörðum.
I fyrstu sjóferðina sjö ára
Jóel segist hafa byrjað í barnaskóla á Siglufirði sjö ára gamall og tæplega talinn
efni í námsmann. Fóðursystir hans, sem bjó á efri hæðinni og vildi athuga lestr-
arkunnáttu hans nokkru áður en hann átti að byrja í skólanum, sýndi honum
stafinn A í dagblaðinu ogspurði hvað hann héti.Jóel, sem vissi pað ekki, reyndi
að sannfœra hana um að pessi stafur væri alls ekki til í lestrarbókinni lians.
Þrátt fyrir litla kunnáttu í byrjun pótti Jóel árin í Barnaskóla Siglufjarðar
ánœgjuleg og skemmtileg og pað rættist fijátlega úr lestrarkunnáttunni.
Þegar barnaskólanum lauk lá leiðin í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Eftir
landspróf sem ekki gekk upp vegna annríkis við félagsskap og gleði, fór Jóel í
Jjórða bekk og siðan ífimmta bekk í Héraðsskólanum á Núpi.
Á fyrstu árum ævinnar sá ég lítið til föður míns. Það tíðkaðist ekki að
taka sér frí frá sjómennskunni á þessum tíma. Fyrstu minningar mínar
um pabba eru þegar hann er að koma heim úr siglingu. Eg man eftir
hvað biðin var löng eftir því að skipið legðist upp að og hægt væri að fara
um borð en þar beið okkar heilmikið af útlensku sælgæti.