Húnavaka - 01.05.2000, Side 40
RIKARÐUR PALSSON frá Sauöanesi:
Skothríð í friðsælli sveit
Hjótlega eftir að Bretar tóku Island vorið 1940 settu þeir niður herbúðir
nálægt Blönduósi. Eg var þá að alast upp, á níunda ári, á bænum Sauða-
nesi, fímm kílómetrum suðaustan þorpsins, við Laxárvatn og Laxá á
Asum þar sem rafmagnsveita Húnvetninga hafði staðið síðan árið 1932.
Stríðið hafði óhemju áhrif á sveitapjakkinn sem lá við útvarpsta'kið á
fréttatímunum, las stríðsfréttir í hálfsmánaðar gamalli dreifbýlispress-
unni, Tímanum og vikublaðinu Isafold og Verði sent var vikuleg dreif-
býlisútgáfa Moggans. Einnig tókst sveininum að komast öðru hverju í
gömul Alþýðublöð sem gæslumaður rafveitunnar, Helgi Benediktsson,
var áskrifandi að en hann var annar af tveimur krötum í Húnaþingi í
þann tíð.
Allir töluðu um stríðið og stöðugt klingdu í eyrum manns nöfn á er-
lendum stríðsherrum, stjórnmálamönnum og hershöfðingjum sem nú
eru sumir löngu gleymdir. Hver man eftir körlum eins og Petain, Laval
(þar er nú nafn á sænskri mjaltavél), Darlan, Wavell, Mountbatten, Bor-
is, Daladier eða Benes? En náttúrlega eru Hitler, Stalín, Roosevelt og
Skúrkhill (Churchill) ódauðlegir.
Það þótti flnt að nefna hundana eftir einræðisherrum og þjóðhöfð-
ingum. Heima var mórauður hundhvolpur nefndur Franko eftir Franco
einræðisherra Spánar. Hann reyndist hinn niesti vitleysingur, lagðist
snemma í flakk og lóðarí og hvarf svo endanlega og kom aldrei aftur. Þá
eignuðumst við hvítan hund með svörtum kjamma sem var skírður í höf-
uðið ájapanskeisara með styttu nafni, Hító (af Hirohító). Hér var á ferð-
inni algjör snillingur, barngóður, fjárhundur góður og þekkti okkur
bræður með nafni. Hann entist út allt stríðið en hafði það alltaf frekar
náðugt því að mæðiveikin sá til þess að fjárstofninn varð aldrei stór og
mæðiveiku rollurnar voru seinar á sér og andstuttar og komust aldrei
langt. Einhver í sveitinni nefndi hund sinn Mússólíni og kallaði hann
Mússa. Náttúrlega var þetta alónýtur hundur, spikfeitur og lét illa að
stjórn.
Síðla sumars 1940 kom Bretinn norður og settist að á melunum milli
Kvennaskólans og Kaupfélagsins, norðan Blöndu. Ekki varð ég nú sjálfur
vitni að landnámi hans. Atta ára snáði í fimm kílómetra fjarlægð var ekki