Húnavaka - 01.05.2000, Side 44
42
HUNAVAKA
ofan mig, ekki nema um 300 metrum frá mér og klukkan ekki nema níu.
Það var tveimur klukkustundum fyrr en áætlað var.
Næstu mínútum er erfitt að lýsa. Hundurinn varð hræddur, ég ennþá
hræddari og Oðinn bókstaflega trylltist. Hófst nú, án umhugsunar, ógur-
legur flótd því að kúlurnar beinlínis streymdu á hæðirnar en heldur fjær
en sú íyrsta. Eg hélt mér dauðahaldi í faxið og reyndi að stýra hesdnum
að Laxánni því að fólkið var við heyskap á svokölluðum Flæðum og þang-
að vildi ég komast sem allra fyrst. Það tókst mér á óskiljanlega stuttum
tíma. Oðinn tók á rás með mig sem leið lá niður með Laxá við
Nautafljót, norður með Mánafossi, yfír ána í Holtsland til þess að krækja
framhjá rafveituskurðinum, síðan rakleiðis aftur yfir ána og alla leið
norður að Sauðaneskvörn þar sem fólk var við engjaslátt.
Það er af Hító að segja að hann kom heim daginn eftir og var þá með
stórt sár á annarri síðunni sem enginn veit hvernig til var komið. Líklega
hefur hann fengið sprengjubrot í síðuna.
Til að skýra út áhrifin af hverri fallbyssukúlu þegar hún kom til jarðar
ætla ég að segja frá gerð kúlunnar. Hún var 25-30 sm löng og um 10 sm í
þvermál. Frernsd hluti hennar var úr einhvers konar koparblöndu, odd-
myndaður og fram úr oddinum kom hnappur sem átti að rekast inn þeg-
ar kúlan snerd jörðina og koma sprengingunni af stað. Aðalhluti
kúlunnar var holur að innan, fullur sprengiefnis sem tætti svo hólkinn
sundur sem var úr um 1 sm þykku stáli. Við þetta mynduðust gígar, sum-
ir einn og hálfur metri á dýpt og tveir metrar í þvermál. Sumar kúlur
sprungu ekki þegar þær komu til jarðar og hafa þær vafalaust verið mjög
hættulegar.
Eina ósprungna kúlu fann ég á sprengjusvæðinu. Hún lá utan í þúfu
og var ákaflega sakleysisleg. Eftir nákvæma skoðun taldi ég að hún hlyti
að vera hættulaus. Mig langaði til að koma með hana heim og hafa fyrir
„valtara“ ef einhver vildi leika sér á slíkum vett\'angi. Fyrst ætlaði ég að
bera hana framan á maganum en hún var of þung svo að ég fór úr peys-
unni, vafði henni utan um sprengjukúluna og bar hana heim á bakinu,
með mörgum hvíldum.
Efdr töluvert langan tíma ákváðum við tveir bræður að fullreyna hvort
kúlan væri óvirk. Annar okkar tók hana í fangið, svo gengum við fram á
barm súrheysgryfju og í hana létum við kúluna detta, auðvitað tilbúnir að
hlaupa ef hún springi. Hún reyndist óvirk. Þess vegna get ég skrifað þessa
frásögn.
Aftur skal nú vikið að deginum sem ég lenti í skothríðinni. Þegar leið
lengra fram á daginn komu hermenn á nokkrum bílum. Þeir skildu þá
eftir við veginn og gengu eða hlupu að „skotmarkinu“, það var að enda
símans sem fýrr var frá sagt. Hófst nú furðuleg „orrusta“ við blikkdúnka
og reyksprengjur, skotið var úr rifflum og beitt byssustingjum. Þessu