Húnavaka - 01.05.2000, Page 51
GRIMUR GISLASON, Blönduósi:
Skinnpilsa
Inngangur
I uppvexti mínum og fram á fullorðinsár var oft minnst á Skinnpilsu, sem
átti að vera uppvakningur eða draugur sem fylgdi Snæbjarnarættinni í
Vatnsdal en óðalsjörð hennar er Þórormstunga þar sem ég fæddist og
lifði mín barnsár.
Að sjálfsögðu var talað um aðra drauga, svo sem Hörghóls-Móra og
draugasögur voru lesnar en Skinnpilsa var í algerum sérflokki. Hún var
sveitardraugur, sem tilheyrði Vatnsdalnum og lét til sín taka þegar henni
sýndist og minnti á sig. Því var mikið meira talað um hana en aðra sam-
tíðardrauga, ekki einungis á heimaslóðum í Vatnsdal, heldur og víðar
þar sem einstaklingar af Snæbjarnarættinni lögðu leið sína. Mjög var þó
talið að hún gerði sér mannamun.
Litlar sagnir hafa verið skráðar um Skinnpilsu utan stutt frásögn í
Þjóðsögum Jóns Arnasonar en einnig er þar getið um skagfirska Skinn-
pilsu en á milli þeirra var ekkert samband.
Agúst á Hofi segir nokkuð ítarlega frá Skinnpilsu í bók sinni ,Ágúst á
Hofi leysir frá skjóðunni". Fyllri lýsingu á henni er þó að fínna í óprent-
uðum þætti Þorsteins Konráðssonar, fyrrum bónda og fræðimanns á Eyj-
ólfsstöðum í Vatnsdal, sem sonur ltans, Hannes stórkaupmaður í
Reykjavík, hefir góðfúslega léð mér til þess að gera sögu Skinnpilsu að-
gengilega áður en tilveruskeið þessa umtalaða draugs rennur til enda,
en það tekur nú að nálgast, eins og fram kemur í frásögninni. Frásögn-
um þeirra Agústs og Þorsteins, ber í meginatriðum saman, en er mikið ít-
arlegri í handriti hins síðarnefnda. I stuttu máli gerir Þorsteinn
Konráðsson grein fyrir því að honurn hafí borist frásögn af tilkomu
Skinnpilsu á blöðum sem til hans bárust „um síðustu aldamót í bókarusli
úr Svínavatnshreppi. Höfundur þess eða ritari nefndi sig J.J.“ Þorsteinn
segir í lok umsagnar sinnar: „I aðalfrásögninni hefi ég engu breytt þótt
ég telji hana, í stimum tilfellum, vafasama."