Húnavaka - 01.05.2000, Page 52
50
H Ú N A V A K A
Frásöguþáttur Þorsteins Konráðssonar
Guðmundur hét maður og var Jónsson, bjó á Hofi í Vatnsdal. Móðir hans
hét Guðrún. Kvæntur var hann. Nafn konu hans er ekki tilgreint. Einn
son áttu þau hjón Guðmund að nafni, óx hann upp með foreldrum sín-
um og varð sem segir í fornum sögum mikill og sterkur. Spakur var hann
og óáreitinn að fyrra bragði en snemma virtist stefna að því að hann
mundi hefnigjarn verða og þykkjuþungur.
Eftir því sem næst verður komist mun Guðmundur yngri fæddur um
1810 og var heima á Hofi hjá foreldrum sínum fram um 1830. Fór hann
þá, sem margir yngri menn, til sjóróðra á Suðurland. Nam þar sjósókn,
mikið á opnum bátum og oftast náði að halda færi. Var þá mikið happ
hinna yngri manna að vera sem mest á fiski.
Einn vetur réri Guðmundur í Keflavík. Var þar þá allmargt skipa og
manna. Sjósókn var mikil en í rokum og hríðum urðu menn að sitja í
landi. Höfðu þá ýmislegt til skemmtunar: stökk, höfrungahlaup, átök,
glímu og fleira. Við samkomur þessar reyndist Guðmundur og drjúgast-
ur.
Þennan vetur réri í Keflavík maður sá af Innnesjum erjón hét, af sum-
um kallaður hinn sterki. Var hann ættaður af Vesturlandi. Lenti Jóni og
Guðmundi saman og áttu ýmsir högg í annars garð. Kona ein, Kristín að
nafni, var þá í Keflavík. Oþekkt ætt hennar. Var hún um þetta mund gjaf-
vaxta og þótti fríð sýnum og var orð á gjört að Jóni litist vel á hana. Var
hún oft ásamt fleiri konum viðstödd leiki sjómanna. Þetta er talið að hafi
verið ísaveturinn 1835.
A sumardaginn fyrsta var efnt til leika og var fjölmenni mikið því veð-
ur var hið fegursta. Var þar hafin bændaglíma. Voru þeir hvor í sínum
ílokki Jón og Guðmundur og kom svo að þeir glímdu saman og áttust
við langt og hart og mátd lengi ekki á milli sjá hvor sigra myndi. Færðist
leikurinn víða um völlinn uns þar kom sem Kristín stóð. Brá þá Guð-
mundur Jóni upp á mjaðmarhnykk og slengdi honum hart niður á herð-
arnar svo menn héldu að hann hefði meiðst. Stóð hann seinlega á fætur
og sagt hann gripi fyrir brjósdð með hendinni. Var ekki meira um það
talað. En sagt var að Kristín hefði haft á orði að Guðmundur væri mikð
afbragð annarra manna. Leikarnir hættu um kvöldið og menn skildu
sátdr en haft var á orði aðjón sterki bæri þungan hug til Guðmundar.
Vertíðin leið og menn skildu og fóru heim til átthaga sinna. A loka-
daginn kom Jón sterki heim til Guðmundar og gjörði boð fyrir hann.
Kvaðst hann kominn til að kveðja hann. Bað hann Guðmund að ganga
með sér út fyrir vegg. Gjörði Guðmundur það. Jón var þá fúll og daufur
en tók þá tíl orða: Þú hafðir leikinn í glímunni Guðmundur og sóttír það
fast, en taktu nú eftír því að vart munu mörg ár líða þar tíl þú færð nægju