Húnavaka - 01.05.2000, Page 53
HUNAVAKA
51
þína að glíma og Jóns verður hefnt þó síðar verði. Labbaði Jón svo burt
án þess að segja meira. Sagði Guðmundur svo frá að sér hefði brugðið
við orð Jóns, sem hann hefði ekki fundið áður.
Guðmundur fór heirn að Hofí til foreldra sinna. Vor þetta var kalt og
fullt af hafís og harðindum. Leið svo sumarið að ekki bar frekar til tíð-
inda. Eitt kvöld um haustið var Guðmundur að ganga út með að
svipast að kindum. Gekk hann ofan fyrir utan Hofsmela og suður Setu-
konueyri. Var þá orðið aldimmt af nóttu. Heyrðist honum skrjáfa í ein-
hverju og litlu síðar heyrir hann að allnærri honum er stigið allþungt til
jarðar en sér engan. Hélt hann svo áfram uns allt í einu er gripið í hann
og átti að þrífa hann á loft. Hann fann að eitthvert ferlíki réðist á hann,
líktist það kvenmanni frekar stórskornum. Varð honum fyrir að þrífa
móti óvættinum og fannst honum fatnaðurinn að neðanverðu væri hart
skinn. Um leið og óvættur þessi réðist á Guðmund var spurt hvort þetta
væri ekki Guðmundur Guðmundsson á Hofi. Kvað hann svo vera eða
hvað vilt þú? Drepa þig kvað óvætturinn eða að minnsta kosti átti ég að
segja þér frá Jóni sterka að nú skyldir þú glíma og fá nægju þína. Af um-
ræðum varð ekki meira.
Guðmundur kom heirn að Hofí um kvöldið allur blár og marinn. Vildi
hann fátt um þetta ræða, móður sinni sagði hann frá því að óvætturinn
hefði ráðist á sig á Setukonueyri og hugði hann það sendingu af Vestur-
landi og kvaðst þar í mesta aflraun konrist hafa. Kvaðst hann hafa reynt
að korna óvættinum fyrir en á því taldi hann fullan vafa að það hefði tek-
ist. Við móður sína lýsti hann óvættinum þannig að hann væri í konulíki
en í skinnpilsi. Lengi hafði Guðmundur verið lerkaður eftir viðureign
þeirra. Fljótt komst saga þessi á gang um viðureign Guðmundar og
Skinnpilsu. Svo var óvætturinn nefndur.
Arin liðu og fátt bar til frekari tíðinda um viðureign Guðmundar og
Skinnpilsu. En hvar sem Guðmundur kom lék ekki á tveim tungum að
Skinnpilsa kom á undan honum.
Guðmundur átti þrjár systur, Guðríði, Kristínu og Ingibjörgu er lengi
var í Hvammi. Var hún móðir Guðríðar Jónsdóttur er lengi var í Saur-
bæ, Hofi og Undirfelli og dó þar 1916. Hálfbróður átti Guðríður sam-
mæðra er Guðmundur hét. Var hann kallaður Kjalsson. Hann var faðir
Arna Eylands.
Guðmundur giftist og átti Astríði fyrir konu Gísladóttur. Bjuggu ]}au
lengi á Snæringsstöðum góðu búi, og eftir því sem skýrslur frá þeim tíma
telja höfðu þau 200 fjár. Var þá séra Jón Eiríksson á Undirfelli og áttust
þeir við á ýmsan hátt því talinn var prestur fjárglöggur.
Börn séra Jóns voru: Margrét er giftist Þorláki Þorlákssyni í Vesturhóps-
hólum, Guðrún sem giftist Sigurði smið Helgasyni frá Gröf í Víðidal,
bróður Þorbjargar á Marðarnúpi, Katrín er giftist sérajóni Norðmann á