Húnavaka - 01.05.2000, Page 57
HUNAVAKA
55
fræðimaður á Gilá í Vatnsdal lét hafa eftir sér á gamals aldri að Skinn-
pilsa væri farin til Ameríku á eftir afkomendum Snæbjarnarættarinnar
er þangað fluttu en meðal þeirra voru tvö börn þeirra Þórormstungu-
hjóna, Astu Bjarnadóttur og Jóns Hannessonar, þau Bjarni og Guðrún.
Enn er það að Skinnpilsa átti að fylgja ættinni í níu liði og hlýtur að fara
að líða að lokum þess skeiðs. Er því ekki ólíklegt að nokkuð sé farinn að
skerðast þróttur „niðursetningsstelpunnar“ frá Vestfjörðum og hún
þarfnist senn hvíldar eftir liátt í tveggja alda eril að fyrirskipan Jóns sterka
er réri frá Keflavík forðum. En Skinnpilsa er engan veginn gleymd og
minnir á sig þótt strjálla sé en á blómaskeiði hennar.
En hvað segja svo núlifandi Vatnsdælingar um
Skinnpilsu?
Undirritaður hefír haft samband við allmargt af því fólki sem í þeim hópi
er og komið er yfir miðjan aldur eða á efri árum. Svo til allir viðmælend-
ur könnuðust við Skinnpilsu og kunnu af henni sögur er þeir höfðu sjálf-
ir reynt eða verið sagt frá. Engar sögur eru til um það að Skinnpilsa hafi
beinlínis sóst eftir lífí fólks nema Guðmundar á Hofi en að hún hafi ver-
ið iðin við að gera vart við sig á undan komu þeirra einstaklinga af Snæ-
bjarnarættinni, sem henni var annast um og hún taldi helst verða fylgdar
sinnar. Oyggjandi dæmi eru um það, en fá, að hún væri sjáanleg en hún
drap á dyr og ginnti fólk til þess að ganga til dyra var háttur hennar, jafn-
an nokkru áður en gesturinn gekk svo sjálfur í hlað. Hún leysti nautgripi
í fjósum, fældi hesta, hundar geltu og flúðu jafnvel inn í bæ og villti um
fyrir vegfarendum. A síðari áratugum gerði hún vélknúin tæki ógangfær
og vinnuvélar biluðu, hver af annarri, svo ónothæfar urðu og enga eðli-
lega skýringu að fínna á orsökum. Væri hægt að tilfæra um þetta einstök
dæmi en það yrði of rúmfrekt í þessari samantekt og því aðeins nafn-
greindir heimildarmenn, með góðfúslegu leyfi þeirra flestra a.m.k. Fyrir
Skinnpilsu stóðu engar torfærur eða fjarlægðir. Hún brá sér milli bæja,
sveita og héraða og eitthvað mun hún hafa brugðið sér vestur um haf
samanber frásögn Daða á Gilá, sem áður er nefnd. Af og frá er þó að sú
skoðun hans standist að Skinnpilsa sé alflutt til Ameríku en hitt sé réttara
að mjög sé af henni dregið. Hún var sögð mjög fylgispök við Jónas
Bjarnason, meðan hann bjó í Svínavatnshreppi, og gerði vart við sig vest-
ur við Breiðafjörð með einum afkomanda Snæbjarnarættarinnar er
þangað fór.
Eins og sagt er frá í upphafí þessarar samantektar var skrásetjari fyrstu