Húnavaka - 01.05.2000, Síða 58
56
II U N A V A K A
13 ár æfí sinnar í Þórormstungu, sjálfu óðali Snæbjarnarættarinnar og
um leið Skinnpilsu. Oft voru sagðar sögur af henni en aldrei vissi ég til
þess að hún glettist við foreldra mína eða annað heimilisfólk þeirra á ár-
unum 1907 - 1925 er þau voru landsetar ájörðinni, en þau Asta ogjón
bjuggu þá á Undirfelli samanber frásögn Agústs á Hofi hér á undan.
Hins vegar hefi ég sjálfur sögu að segja af eigin reynslu eftir að ég varð
fulltíða maður og bóndi í Saurbæ, sem er vestan Vatnsdalsár, gegnt Þór-
ormstungu, eins og allir kunnugir þekkja. Bæði atvikin gerðust í ná-
grenni Þórormstungu og með stuttu millibili á svæði sem ég gjörþekkti
frá barnsárunum er ég skokkaði með kaffi til fólksins á engjunum eða
sótti hross eða kýr niður á eyrarnar á móti Sanrbæ. I fyrra skiptið kom ég
handan frá Gilá með konu mína og tvær dætur okkar á sleða. Hafði set-
ið þar á hreppsnefndarfundi á heimleið utan frá Hvammi. Er á daginn
leið gerði norðaustan hríðarveður svo ég fór af fundinum og tók stefn-
una suður og vestur yfir Tunguengið. Var þá dimnit af hríð og degi tekið
nokkuð að halla.
Þarf ekki að orðlengja það að ég stýrði hestinum í hring, þrátt fyrir
ákveðnar aðvaranir konu minnar sem ég tók illa og kvaðst nú líklega
þekkja leiðina. En svo kom ég á sleðaslóðina eftír skamma stund og varð
að viðurkenna að ég hafði villst. Svo var það nokkru síðar að ég skrapp
yfir að Þórormstungu síðla dags og Sigrún dóttir mín, 5 til 6 ára gömul,
trítlaði með mér. Snjór var yfir öllu, sem í fýrra skiptið, en gott færi og
Vatnsdalsáin á helligaddi og vakalaus. Er við vorum nýkomin inní bæinn
í Þórormstungu buldi veðurofsi allt í einu á þekjunni svo að ekki var til
setunnar boðið. Skúli Jónsson, (sem lengi hefir síðan búið á Selfossi) var
þá bóndi í Þórormstungu og hjá honum var vinnumaður Sigfús Sigfús-
son frá Forsæludal (síðar bóndi í Gröf í Víðidal). Vildu þeir endilega
fylgja okkur sem ég þáði vegna litlu stelpunnar. Sammerkt var um kunn-
ugleika okkar allra. Fórum við hiklaust vestur á Melinn og tókum stefn-
una beint vestur yfir ána að Saurbæ, sem er um kílómeters leið. Eitthvað
fórum við að tala um hvað við værum lengi á leiðinni og vissnm svo ekki
fyrr en við vorum komnir út á móti Brekkulækjarósnum þar sem eru
merkin við ána milli Saurbæjar og Asbrekku. Höfðum við fá orð um og
sást nú heim að Saurbæ, skildu því leiðir og hver fór heim til sín.
Nærtækt er svo að geta þess að þrjú atvik hafa komið fyrir og tafið verk
mitt við þennan þátt, sem ég hvorki get rakið orsakir til eða skýrt.
Lokaþankar um draugatrú
Sjálfur hefi ég aldrei verið í vafa um að í bæði tilgreind skipti var Skinnpilsa
að glettast við mig og byggi það, fyrst og fremst, á því að hvorki fyrr né síðar