Húnavaka - 01.05.2000, Qupperneq 59
HU N A V A K A
57
hefi ég villst svo ég muni, en komist á leiðarenda hvort sem hefir verið á degi
eða nóttu, í heimalöndum eða afréttarlöndum. Kom til dæmis í minn hlut í
nokkur skipti að hafa forustu í dimmviðri yflr Stórasand.
Þrátt fyrir það sem hér hefír \ erið frá sagt trúi ég ekki á drauga en þyk-
ist aftur á móti vita að ýmis dulin öfl hafi meiri og minni áhrif á gerðir
okkar mannfólksins, til ills eða góðs, og móti það sem fram við okkur
kemur. Var ekki Skinnpilsa persónugervingur óvenju illra afla, mögnuð
heiftræknijóns sterka er vantaði dómgreind til þess að geta tekið ósigri í
þjóðlegum og drengilegum leik ?
Samkvæmt áðurgreindum sögnum í handriti Þorsteins Konráðssonar líð-
ur senn að lokum tilvistar Skinnpilsu og frásögn þessi um hana verður ekki
öllu lengri. Skinnpilsa var send Guðmundi á Hofi og átti að drepa hann. At-
gervi hans og hollvættir komu í veg fyrir að það tækist en allt líf hans virðist
þó hafa mótast af ofsóknum hennar en afkomendur hans hefir hún verið
óþreytandi að hrekkja með ýmsu móti. Sjálfur var Guðmundur „traustur og
óáleitinn" og það að hann hafði betur í glímunni vöktu upp lítilsigldar hvat-
ir Jóns sterka er sóttu svo að Guðmundi í gerfi draugsins.
Afkomendur Guðmundar hafa yfirleitt verið vel gefið og duglegt fólk.
Staðreyndin er þó sú að það hefir nú allt hopað úr Vatnsdalnum og þær
t\'ær jarðir sem Snæbjarnarættin tengdist mest, góðbýlin Undirfell og
Þórormstunga, eru komnar í eyði fyrir áratugum. Hefír Skinnpilsa
kannski verið þarna að verki? Því verður seint svarað svo að óyggjandi
verði en saga Skinnpilsu þarf að lifa sem hver annar þjóðlegur fróðleikur
og í þeim dlgangi hefir þáttur þessi verið tekinn saman.
Skrád haustið 1998.
HEIMILDARMENN AÐ ÞÆTTINUM:
Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, Eldjárnsstöðum, Blöndudal.
Elínborgjónsdóttir frá Másstöðum, Skagaströnd.
Guðmundur Ásgrímsson fráÁsbrekku, Blönduósi.
Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki, Blönduósi.
Guðrún Sigfúsdóttir frá Flögu, Hvammstanga.
Hallgrímur Eðvarðsson frá Helgavatni, Blönduósi.
Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi, Reykjavík.
Haukur Eggertsson frá Haukagili, Reykjavík.
Ingibjörg Bergmann frá Öxl, Blönduósi.
Ingibjörg Bjarnadóttir frá E)jólfsstöðum, Blönduósi.
Ingvar Steingrímsson frá E)jólfsstöðum, Blönduósi.
Ivar Níelsson frá Flögu, Hvammstanga.
Sigurlaug Eðvarðsdóttir frá Helgavatni, Skagaströnd.
Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði, Blönduósi.
Vigdís Ágústsdóttir, Hofi, Vatnsdal.
Þorsteinn Ásgrímsson frá Varmalandi, Sauðárkróki.
Þorbjörgjónasdóttir frá Helgavatni, Blönduósi.
Þorvaldur G. Jónsson, Guðrúnarstöðum, Vatnsdal.