Húnavaka - 01.05.2000, Page 71
HUNAVAKA
69
Flestum íslendingum mun hafa komið það nokkuð í opna skjöldu
þegar Spánverjar neituðu fyrirvaralídð að kaupa af okkur saltfísk, eins
og verið hafði um árabil, nema þeir mættu selja hingað áfengi. Þetta kom
hérlendum ráðamönnum í nokkurn vanda þar sem algjört aðflutnings-
bann á þessari vöru til landsins hafði gilt um nokkur ár og var staðfest
með lögum frá Alþingi. Þá mun hafa verið sest að samningum og niður-
staða þeirra orðið sú að dl þess að við gætum haldið þessum fisksölum til
Spánar mættu þeir flytja hingað léttvín.
Þá upphófst hin svokallaða Spánarvínöld og stóð fram yfir 1930 er
banni þessu var aflétt. Ekki olli þó þessi innflutningur neinum fögnuði
meðal andstæðinga bannsins. Þeim þótti öl þetta þunnt, seint til áhrifa
og höfðu á því litlar mætur. Staðreynd er það ei að síður að af þessari
viðskiptaþvingun leiddi stofnun Áfengisverslunar ríkisins.
Þannig munu mál í aðalatriðum hafa staðið varðandi vínmenningu
þjóðarinnar þegar eftirfarandi saga gerðist.
Áheitið á kirkjustaðnum
Löngum hefur það verið hlutskipti íslenskra bænda að vera háðari veðr-
áttu en flestar stéttir aðrar. Allan ársins hring hafa þeir átt verulegan
hluta afkomu sinnar undir árferðinu, enda hafa orðið þar bæði sigrar
og ósigrar. Þetta hefur gert það að verkum að í þessari stétt hafa með
reynslunni orðið til hinir mestu búhöldar sem fátt hefur haggað. Aðrir
hafa síður staðist þessa eldraun, vogað fénaði sínum á of lítið fóður og
því stundum orðið leiksoppar óblíðra náttúruafla.
Það hefur verið nokkuð samdóma álit eldra fólks í þessu héraði að
sumarið 1926 hafi verið eitthvert það alversta óþurrkasumar, hér um
þetta svæði, sem menn höfðu þá um langa tíð þurft við að fást. Því til
staðfestingar má nefna það að Rósberg G. Snædal getur um það í einni
af bókum sínum að vorið eftir, það er 1927, hafi víða orðið vandræði
með höld á búfé sem skapast hafi af lélegum heyjum frá þessu vandræða-
sumri.
Síðla þetta sumar, 1926, var messað í Svínavatnskirkju og var kirkju-
sókn góð því að ekki tafði heyþurrkur mannskapinn. Eftir messu var öll-
um kirkjugestum boðið til kaffidrykkju eins og jafnan var venja þeirra
sæmdarhjóna, Jóhannesar Helgasonar og Ingibjargar Olafsdóttur sem
áttu langan og farsælan búskap á Svínavatni.
Þegar menn tóku að ræða saman yfir kaffinu má af líkum ráða að ekki
hafi verið meira um annað rætt en vandræði þau sem menn áttu í með
hey sín sem lágu rennblaut og hrakin um tún og engjar en líkur ekki sjá-
anlegar á veðrabreytingu.