Húnavaka - 01.05.2000, Page 87
11 U NAVAKA
85
skapa öflugt landsbyggðarþéttbýli sem getur boðið flest þau lífsgæði er
nútímafólk sækist eftir í menntun, menningu og afþreyingu auk sam-
bærilegra kjara við höfuðborgarsvæðin á flestum öðrum sviðurn. Þetta
befur ekki tekist á Islandi, enda aldrei verið skipulega að því unnið, að-
eins gripið til stakra aðgerða sem ltafa beinst að afmörkuðum svæðum.
Ahersla hefur einkum verið lögð á fjárframframlög til atvinnu- og sam-
göngumála en nýlegar rannsóknir sýna að það er alls ekki nóg. Aðgengi
að góðri framhaldsmenntun og fjölbreyttir menningar- og afþreyingar-
kostir skipta nútímafólk rniklu máli og menntunarmöguleikar koma
næsdr á eftir atvinnuskilyrðum þegar fólk íhugar búferlaflutninga á milli
landshluta. Vilji menn hafa raunveruleg áhrif á búsetuþróunina þarf þess
vegna að breyta þeim skilyrðum sem móta búsetumat fólks vítt um land.1
Byggðarannsóknir seinni ára eru skilgetið afsprengi þéttbýlismyndun-
arinnar og hérlendis sáust einhver fyrstu merki þeirra innan átthagafé-
Iaga þeirra sem flutt höfðu af landsbyggðinni til liöfuðborgarsvæðisins.
Allmörg félög þeirrar gerðar voru stofnuð á fjórða áratug tuttugustu ald-
ar og fljótlega komst útgáfa á þeirra vegum á nokkurn rekspöl. Stund-
unt var útgáfan eingöngu á höndum sunnanmanna, stundum í samvinnu
við heimamenn sem jafnvel stofnuðu sögufélög af einhverju tagi til að
fj'lgja málefninu betur eftir. Söfnun gamalla muna og stofnun byggða-
safna er önnur grein á sama meiði og víða voru það sömu einstakling-
arnir sem höfðu forgöngu um hvort tveggja, minjavörsluna og varðveislu
frásagna af liðinni tíð. Hámarki sínu náði útgáfa af þessu tagi á sjöunda
áratugnum, meðal annars vegna þess að ákveðin kynslóðaskipti höfðu
orðið meðal þeirra sem að skrifunum stóðu, brautryðjendurnir voru að
hverfa og aðrir að taka við sem höfðu annars konar bakgrunn og lögðu
aðrar áherslur. Síðan hafa byggðarit þróast með ntargvíslegum hætti,
þótt aðallega hafí þau verið að færast í form héraða- og jarðalýsingaé'
Mikil útgáfa átthagafélaga, sögufélaga, síðar einnig ungmennasam-
banda og búnaðarsamtaka beindist þó aldrei að rótum fólksflutninganna
úr sveitunum, viðfangsefni af slíku tagi biðu opinberra stofnana og ein-
stakra fræðimanna. Fyrstur Islendinga á þeim vettvangi varð Sigurður
Guðmundsson skipulagsfræðingur sem birti niðurstöður sínar árið 1973.
Síðan hafa fleiri fylgt í kjölfarið.3
Margir hafa bent á margvíslegar hættur sem einhliða búferlaflutning-
urn hafa fylgt en talað fyrir daufum eyrum. Það er fýrst á síðustu árum
sem hljómgrunnur virðist hafa aukist fyrir málflutningi af þessu tagi,
enda blasir hrun heilla byggðarlaga við vegna þess að félagskerfi þeirra
stenst ekki vegna manneklu. Skólum er lokað og þeim fáu börnum sem
eftir eru í dreifðum byggðum er ýmist ekið um langan veg til og frá skóla
dag hvern eða þeim er kornið fyrir í vist; eðlilegt félagsstarf í heilu byggð-
unum fellur niður vegna fólksfæðar; smalamennska og fjallskil verða íbú-