Húnavaka - 01.05.2000, Síða 88
86
H U N A V A K A
unum ofviða, o.s.frv. Hin hlið búferlaflutninganna er sú sem að höfuð-
borgarsvæðinu snýr. Samgöngukerfi þess nær ekki að flytja þá umferð
sem því er ætlað; uppbygging félagsþjónustu nær vart að halda í við
aukningu byggðarinnar og mengun vex hröðum skrefum.
Hvað ber að gera?
Hvað er til ráða, hvað ber að gera, á ef til vill að sitja með hendur í skauti
°g segja þessa þróun ósjálfráða? Ég held ekki og tel að heimamenn, í
Húnavatnssýslu sem annars staðar, búi að margvíslegum ráðum til að
takast á við vandann til lengri tíma litið. Skammtímalausnir í formi fjár-
stuðnings til einstakra atvinnufyrirtækja eða heilla atvinnugreina geta
hleypt nýju blóði í framkvæmdir og aukið fjárstreymi, oftast tímabundið,
en enn mikilvægara er að hyggja vel að þeim sem erfa skulu héraðið og
yrkja á næstu öld. I þeirra höndum liggur hið raunverulega ákvörðun-
arvald um framtíð húnvetnskra byggða. Það er ekki sjálfgefið að börnin
okkar vilji feta heimaslóðir er þau vaxa úr grasi en það er hægt að auka
líkur á að svo verði, annað hvort við atvinnugreinar sem þegar er að
fínna ellegar að þau ryðji nýjum atvinnutækifærum braut.
Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þurfum við að líta sér-
staklega til skólanna sem eru einhver allra öflugasti félagsmótandi sam-
tímans. Það er vissulega breytilegt eftir landshlutum en nú er svo komið
að langflest börn hefja skólavist sína tveggja til þriggja ára og ljúka henni
ekki fyrr en á þrítugsaldri. Það sem skólinn velur til umfjöllunar og
hvernig hann vinnur með það hefur ómæld áhrif í þá átt að búa til sam-
eiginlega sjálfsvitund skólafélaga, þjóðfélagshópa (til dæmis Skagstrend-
inga eða Svartdælinga) og þjóða. Hvað merkir það að vera
Vatnsdælingur, Húnvetningur, Norðlendingur, landsbyggðarbúi, Islend-
ingur, o.s.frv.? Svarið er flókið og daglega hafa margir aðilar áhrif á það
hver svörin verða, en það sem skiptir máli er að hægt er að hafa áhrif á
hvaða skilaboð berast og þar með einnig að leggja lóð á þær vogarskálar
sem samfélagið vill þyngja hverju sinni.
Norðmenn urðu Islendingum fyrri til að gera sér glögga grein fyrir
hvert stefndi í þróun byggðar í landi sínu og á áttunda áratugnum ýttu
þeir úr vör metnaðarfullu átaki semjafnan hefur verið kallað Lófót-verk-
efnið. Þar tóku höndum saman sjö skólar á gagnfræðastigi á Lófót (efstu
bekkir grunnskóla, 13-16 ára), viðkomandi sveitarfélög, skólayfirvöld
fylkisins, hópur háskólastúdenta og kennara þeirra við skólarannsókna-
deildina í Troms0. Markmiðið var að þróa grunnskólastarf þar sem kerf-
isbundið er tekið tillit til næsta nágrennis og unnið út frá atvinnuháttum