Húnavaka - 01.05.2000, Page 89
HUNAVAKA
87
þess og menningu. Hugsunin var sú að styrkja grenndarvitund barna og
unglinga með því að ganga út frá hinu einstaka, því sem næst er og nær-
tækast, til að efla þekkingu, skilning og hugtakanotkun þeirra. Samtímis
yrðu þau fær urn að takast á við stærri, fjarlægari og óhlutstæðari verk-
efni. Aðilar gengu til leiks á mismunandi forsendum en í bakgrunnin-
um lágu jafnt uppeldis- og kennslufræðileg sjónarmið sem félagsleg og
byggðapólitísk. Með þekkingu á eigin umhverfi myndu nemendur efla
sjálfsmynd sína, líkur yrðu minni á rótleysi og þar með félagslegum
vandamálum. Jafnhliða var stefnt að því að nýta þekkingu eldri kynslóða
í skólastarfmu og fá unga sem aldna til að takast á við það sem að hönd-
um bæri. Afleiðingin af öllu saman átti að verða sú að nemarnir gætu
hugsað sér að setjast að á Lófót eða annars staðar á landsbyggðinni þrátt
fyrir aðdráttarafl efnahagslegra, pólitískra og menningarlegra miðsvæða
annars staðar. Allt þetta kallaði á mikla skipulagsvinnu, endurmenntun
kennara og námsefnisgerð meðan á verkefninu stóð, 1973-1976.4
Lófót-verkefnið norska er gott dæmi um það hvernig fólk í dreifbýli
snýst til varnar gegn þeirri byggðaþróun sem víða hefur séð stað. For-
senda þess að slíkt sé hægt er að grenndarvitund sé fyrir hendi og þar
skiptir frumkvæði heimamanna örugglega mestu máli. Þess vegna er
brýnt að hlúa að rannsóknum sem skipulagðar eru og stjórnað á svæðun-
um sjálfum, líkt og mörg dæmi eru um á vettvangi byggðasögu af ýmsu
tagi. Hitt er annað hvernig gengur að koma niðurstöðunum á framfæri
við almenning, gera þær að lifandi viðfangsefni þar sem þær eiga upp-
runa sinn og jarðveg.
Það er fátt sem hægt er að ganga að sem gefnu og minnisstæð er
spurning nemanda sem sat í landafræðiprófi í Menntaskólanum á Akur-
eyri. Neminn sat við austurglugga í Gamla skóla og hafði útsýni yfir Poll-
inn. Fyrir framan sig hafði hann Islandskort og átti að teikna inn á það
vatnasvið Eyjafjarðarár. Eftir að hafa velt vandamálinu fyrir sér um stund
rétti piltur upp aðra höndina og spurði kennara sinn mæðulega: „Hvar
er svo þessi Eyjafjörður?“
Oðru sinni lýsti nemandi í landsprófi Húnavamssýslu með eftirfarandi
hætti: „Húnavatnssýsla er hálendasta sýsla landsins. Þar er ekkert nema
fjöll og firnindi. Þó er þar einn dalur og heitir Svarfaðardalur. Um hann
rennur Svarfaðardalsá út í Svarfaðardalsvatn sem er lokað í annan end-
ann.“5
Þessi dæmi og önnur ámóta benda til þess að við þurfum að skilgreina
og sinna umhverfisfræðslu (í víðum skilningi orðsins) af ákveðni ef við
ætlum að ná umtalsverðum árangri. Þar fer best á að flétta umfjöllun um
sögu, menningu og náttúru saman í styrkan þráð, þráð sem líklegur er til
að veita ungu fólki leiðsögn til þroska og skilnings á landslagi, staðhátt-
um og öllu umhverfi í miklu Mðara samhengi en fjallahringurinn segir til