Húnavaka - 01.05.2000, Page 90
88
H UNAVAKA
um. Það hafa vissulega verið gerðar tilraunir til að fá kennara til að vinna
með efni af þessu tagi en flestar gengið frekar illa. Þannig má nefna að í
Heimabyggdinni' eru margar vel hugsaðar leiðir lagðar upp íyrir nemend-
ur og kennara að vinna með. Ein þeirra byggist á að láta nemendur
kanna uppruna sinn í fáeina ættliði og nterkja inn á Islandskort búsetu
formæðra sinna og forfeðra. Með þessu einfalda verkefni er verið að gera
margt í senn: Nemandinn verður kunnugri fjölskyldu sinni, landafræði
Islands fær nýja merkingu, spurningar vakna um búferlaflutninga, heini-
ilin fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins og þar með tengjast heim-
ili og skólar traustari böndum. Þetta er frábær leið til að efla sjálfs- og
grenndarvitund einstaklingsins og fjölskyldu hans vegna þess hve ættar-
sagan skiptir miklu máli í þjóðmenningu Islendinga jafnhliða því sem
hún er tiltölulega greiðfarin leið til náms og þroska.
Ekki er gott að segja hvers vegna erfiðlega gengur að koma námsefni
um heimaslóðir í umferð en litlu virðist skipta þótt það sé byggt upp í
kringum eitt meginþema auk viðkomandi byggðarlags. Þar má til dæmis
nefna gott en lítið notað námsefni um sjávarútveg frá 1992 sem auðvelt
er að nota meðfrant allri strandlengju Islands og staðfærist léttilega, auk
almennrar skírskotnnar til landsins alls.7 Kannski er ástæðan sú að
grenndarvitund landsmanna sé ekki nógu sterk ennþá, kannski eru
menn hræddir við að fá á sig heimóttarstimpil ef unnið er með sértæk
viðfangsefni byggðarinnar, kannski hamla kerfislægir þættir. En vilji
menn og þurfi að rökstyðja hvers vegna heppilegt sé að vinna með efni af
þessu tagi má einu gilda hvorum er skipað ofar, menntunar- og menning-
arlegum eða byggðapólitískum rökum. Sennilega er sambland af þeim
ákjósanlegast.
Maðurinn lifir ekki einn sarnan. Sambýli hans og náttúrunnar er meg-
inviðfangsefni hins daglega lífs þótt slíkt liggi ekki í augum uppi fyrir
hversdagsmanninum sem situr við tölvu sína og leysir aðskiljanleg vanda-
mál með aðstoð rafrænna miðla. Forsenda tilveru hans er Jdó friðsamleg
og skynsamleg sambúð við náttúruna og hófleg nýting auðlinda hennar.
Langvarandi rányrkja leiðir óhjákvæmilega til hruns og á mörgum svið-
urn er nútíminn kominn á ystu nöf vegna óhóflegrar sóknar í auðlegð
jarðar. Ofnýtingu þarf að snúa til sjálfbærrar nýtingar, ekki alfriðunar,
nema þar sem til auðnar horfir innan tegundar eða efnis. Umhverfis-
vernd sem gengur út á að náttúrulegt umhverfi rnegi helst ekki snerta,
aðeins horfa á, er á villigötum. Sjálfbær þróun snýst í innsta eðli sínu um
skynsamlega skipulagningu á sambúð manns og umhverfis þar sent hvort
um sig fær að njóta kosta hins og sinna.8
Þetta er gott og blessað en umtalsverðir vankantar hafa verið á því að
koma umræðu um náttúruvernd, náttúrunýtingu og umliverfisfræðslu í
þennan farveg. Megináherslan hefur iðulega beinst að fræðilegri lýsingu
og greiningu á ástandi en minna eða ekki verið fjallað um áhrif umhverf-