Húnavaka - 01.05.2000, Page 91
IIUNAVAKA
89
isbreytinga á mannlegt samfélag. Þegar það svo gerist er kastljósinu
gjarnan snúið að þeim spjöllum sem maðurinn hefur valdið í tímans rás,
hann verður minkurinn í hænsnabúrinu, viðsjálsgripur í paradís. Ekki
bætir úr skák sú mikla manngerving jurta og dýra sem hvarvetna blasir
við, ekki síst í teiknuðu barnaefni kvikmyndahúsa og sjónvarpsstöðva. Af-
leiðingin verður auðveldlega að sektarkennd sem getur til dæmis fengið
útrás í ættleiðingu sækúa, hvala, regnskóga eða einhvers annars, en leið-
ir ekki til dýpri skilnings á vistkerfinu sem heild og viðurkenningar á
stöðu mannsins í því.9
Það skal sannarlega viðurkennt að í iðnvæddu samfélagi getur oft ver-
ið erfitt að átta sig á samhengi hlutanna vegna þess hve langt er á milli
framleiðslu og neyslu á tiltekinni vöru. I huga neytandans er til dærnis
ekkert sem tengir saman venjulegan bómullarbol í búð og landbúnað í
Egyptalandi. Það leiðir því af sjálfu að ákvarðanataka er seld í hendur
sérfræðinga og stjórnenda á hinum ýmsu sviðum, almenningur missir
fótanna og verður oftar en ekki að leiksoppi markaðarins.
Til að bregðast við þessu eru ýmsar leiðir færar og þar er aukin þekk-
ing sterkasta vopnið. Þá þekkingu er auðveldast og eðlilegast að byggja á
umfjöllun um næsta umhverfí hvers einstaklings. Eitt er að læra um hlut-
ina, oft rnjög fjarlæga og óljósa, annað að taka skynsamlegar ákvarðanir á
vettvangi. Umhverfísvitundina þarf því að tengja samfélagsvitund, samá-
byrgð með öðru fólki. Hagsmunaárekstrar um auðlindanýtingu snerta
tilverugrundvöll einstaklinga, smárra sem stórra samfélaga og reyndar
allra manna. Þess vegna er mikilvægt að horfa á umhverfi mannsins sem
eina heild en búta það ekki sífelldlega niður í aðgreindar náms- eða
fræðigreinar sem síðan vilja verða meira og minna sundurlausar eining-
ar.'°
Að mörgu leyti má segja að það hafí verið þetta sem reynt var að gera
í Lófót-verkefninu í Noregi. Mikið var búið til af námsefni sem nýttist
innan sem utan þátttökuskólanna og verkefnið í heild vakti mikla athygli.
Margsinnis var fjallað um jjað í fjölmiðlum og |>að varð einstökum kenn-
urum og skólum hvati til að leggja út á svipaðar brautir víðs vegar um
Noreg. Erfiðleikar urðu einnig margir, svo sem í samskiptum stjórnenda
verkefnisins við einstaka kennara eða skóla, tíð kennaraskipti við suma
skólana rufu eðlilega samfellu í vinnunni og árekstrar voru nokkrir við
gildandi námskrá og fyrirmæli hennar. Astæða þess var einkum sú að
nemendur skólanna á Lófót voru lakar undir samræmdar mælingar bún-
ir en samkeppnishóparnir vegna þess að mismunandi námsefni var lagt
til grundvallar."
Meðal þeirra spurninga sem glímt var við í norsku skólunum sjö var
spurningin um það út frá hverju ætti að ganga við nám og kennslu á
hverjum stað. I Moskenes vildi kennarahópurinn finna viðfangsefni sem