Húnavaka - 01.05.2000, Page 92
90
HUNAVAKA
heföi haft ótvíræð áhrif á samfélagið um langan tíma, vinna síðan út frá
því í allar áttir og öðlast þannig leiðarhnoða til langs tíma. Niðurstaðan
varð einróma, skreið skyldi það vera. Þessi þurrkaði fiskur reyndist vera
lykillinn að kjarna samfélagsins, hvort heldur rætt var um veiðar, vinnslu,
afkomu eða annað. Að baki fjölbreytilegrar umfjöllunar lá sú heildar-
hugsun að líta bæri á viðfangsefnið út frá fjórum meginefnum: náttúru-
legum kringumstæðum; sögu svæðisins; atvinnulífi svæðisins og
menningu samfélagsins. Síðan var það kennslufræðilegt viðfangsefni að
fínna leiðir til að víkka umfjöllunina frá heimahögunum til annarra
byggðarlaga, landsins alls og umheimsins.12
Það norska verkefni sem hér hefur verið stutdega lýst er einkennandi
fyrir grenndarfræði sem rannsóknar- og kennsluaðferð. Framkvæmdina
í skólum er eðlilegast að kalla grenndarnám og grenndarkennslu. Mark-
mið grenndarkennslunnar eru fyrst og fremst þau að gera nemendur
læsa á sitt nánasta umhverfi, landfræðilegt, menningarlegt og náttúru-
fræðilegt. Að því búnu verði litið til fjarlægari landa og stranda. Fyrir
þessari aðferð má færa sterk kennslufræðileg rök en pólitísk rök eru
einnig fyrir hendi. Einn norsku kennaranna benti á þá staðreynd að lítil
samfélög þyki hallærisleg í augum unglinga í samanburði við þéttbýlið,
og bætti síðan við:
Þótt það sé óraunsætt að halda að skólarnir einir geti spornað gegn óæskileg-
uni búferlaflutningum af landsbyggðinni, hefur maður það vissulega í bak-
höndinni að aukin áhersla á viðfangsefni af svæðinu geti haft mikið að segja
við að draga úr fólksstreyminu í burtu. Þá er það jafnmikilvægt, eða kannski
enn mikilvægara, að styrkja þann grundvöll sem nemendur standa á þegar þeir
halda út í heiminn.13
Þetta leiðir hugann að | tví hve mikilvægt er að treysta þann hugmynda-
fræðilega grundvöll sem allt skólastarf hvílir á. Þar reynir á sjálfstæða og
djarfa hugsun stjórnenda og almennra starfsmanna hvers skóla því þeir
geta haft og eiga að hafa úrslitaáhrif á það hvernig þeirra skóli skilgrein-
ir sig í grenndarsamfélaginu.
Hlutverk skóla
Skóla má líkja við vef sem eftir atvikum getur verið vel eða illa sleginn.
Vefarinn byrjar á því að koma uppistöðunum fyrir og síðan hefst ívafið
sem verður ásjónan gagnvart umhverfinu. Nemendur líta einkum á inni-
hald einstakra námsgreina, áfanga eða bekkja, sumir litirnir heilla meira
en aðrir, og það sem einum finnst fagurt er andstyggilegt í augum ann-