Húnavaka - 01.05.2000, Page 93
H UNAVAKA
91
ars. Námsleiðir og námsbraudr eru þær uppistöður sem sýnilegar eru,
en hvar er hugsun vefarans og þar með skólans sjálfs? Er hún sýnileg
þeim sem fetar sig um refilsdgu skólans, einkennir hún námsbrautir eða
einstaka námsáfanga, er hún sívirk í hugum starfsmanna sem eftir henni
eiga að vinna og koma henni þar með til skila til viðskiptavinanna, nem-
endanna og aðstandenda þeirra?14
Skólanámskrár á að \dnna innan allra skóla á öllum skólasdgum. Þær
eru mikilvægt tæki dl að koma þessari hugmyndafræði á framfæri en að
baki verður að liggja sameiginleg vinna þeirra sem hlut eiga að máli og
allgott samkomulag um niðurstöðuna sem farið er eftir. Skólanámskrá á
að sameina hina grunnlægu hugsun og aðferðir hvers skóla, jafnhliða
því sem hún leiðbeinir nemendum og.kennurum á vegferð sinni. Hún
má og á að fjalla um það sem er mælanlegt og metanlegt en án almennra
hugmynda að baki starfinu og án sértækrar hugmyndafræði viðkomandi
skóla verður hún steingelt plagg sem einvörðungu nýtist til eftirlits og
mats á mælanlegum árangri. En hver eru Joá liin sértæku markmið sem
skólum ber að leggja áherslu á? Því verður að sjálfsögðu ekki svarað í
smáatriðum en bent skal á meginhugmyndir, uppistöður, sem skipta
miklu máli.
Um langan aldur hefur samræmingarárátta gengið yfir íslenskt skóla-
kerfi og meginástæðan er jafnrétdshugmynd sem ágædega var fest á blað
með fræðslulögunum 1946. Hugmyndafræðin þá gekk út á að jafna að-
stæður fólks til náms og mennta og tekin voru upp samræmd próf, lands-
próf miðskóla. Tæpum þremur áratugum seinna var enn glímt við
jafnræðishugmyndir og miðstýringin var efld til muna. Það er fyrst nú
sem raunverulegt leyfi hefur verið gefið dl annars konar hugsunar og
dreifstýrðari aðferða í skólastarfi.
Þetta býður upp á ærna möguleika en fullyrða má að skólar hafi verið
óþarflega tregir til að skilgreina stöðu sína út frá því grenndarsamfélagi
sem þeir þjóna. Það er til dæmis sameiginlegt öllum framhaldsskólum á
landsbyggðinni að þorri nemenda þeirra kemur úr dreifðum byggðum
og misstórum þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Sameigin-
legt er öllum þessum svæðum að þau hafa séð á bak stórum hluta íbúa
sinna og um áratugi hefur fólki farið fækkandi, víðast í tölum talið, og
alls staðar ef beitt er hlutfallsmælingum. Um þetta má nefna dæmi, töl-
urnar miðast við árið 1997:
• Tæp 50% núlifandi Islendinga sem fæddir eru á Vestfjörðum búa nú
á höfuðborgarsvæðinu en aðeins um 33% á Vestfjörðum.
• Um 44% þeirra sem fæddir eru á Norðurlandi vestra og enn eru á lífi
búa þar nú.
• Búseturöskun var mun meiri á Islandi 1960-1990 en í nyrstu byggð-
um Skandinavíu og Finnlands.