Húnavaka - 01.05.2000, Síða 96
94
HÚNAVAKA
Það var eðlilegur arfur sveitasamfélagsins að horfa um öxl og halda í
fornar dyggðir, jafnvel með tilvísan til unninna afreka fyrr á tímum. Ur
þeim arfi vann Páll Kolka fádæma vel í ritgerðum sínum í síðasta hluta
Föðurtúna (Rv. 1950) og líklega náði hann að rótfesta með Húnvetning-
um ákveðinn einstaklingsmetnað, vissa sjálfsdýrkun og stolt, þótt ekki
væru allir jafnánægðir með umfjöllun hans um einstakar ættir eða sveit-
ir. Þetta er erfitt að meta nákvæmlega því vissulega var Páll að lýsa ástandi
um leið og skrif hans urðu að virkum mótunarþætti með lesendum hans.
Eg vil fullyrða að framlag Páls sé eitthvert hið merkasta af þessu tagi hér-
lendis og ef til vill einstakt í sinni röð. Þá skal einnig nefnt að á þessum
árum var önnur blómleg útgáfustarfsemi í gangi innan héraðs og rnarg-
vísleg rækt lögð \dð sögu og arfleifð þess.
Þetta var þá en nú þarf enn að hyggja að og endurskilgreina sjálfs-
mynd Húnvetninga. Hún hlýtur að sjálfsögðu að byggja áfram á eldri
grunni, þeirri menningu sem á rætur sínar í húnvetnskri mold, en hún
verður jafnframt að taka til mun fleiri þátta en fyrr. I öllu öðru felst dauð-
inn. Um þetta verkefni eiga héraðsbúar að taka höndum saman því vörn
og sókn landsbyggðarinnar fer ekki einasta fram á orrustuvöllum at-
vinnumála, stjórnmála og kauphalla. Það er brýnt að sem flestir taki virk-
an þátt í að ala upp hæfileikaríkt fólk með skýra sjálfsmynd, fólk sem
stendur föstum fótum í næsta umhverfi sínu en er jafnframt reiðubúið
að færast hið óvænta og ókunna í fang. Slíkt fólk er líklegast til að leiða
okkur farsællega inn í nýja öld.
1 Margar góðar upplýsingar um búsetuþróun síðustu ára og niðurstöður rann-
sókna á búsetuskilyrðum er að fmna í bók Stefáns Olafssonar. 1997. Búseta á Is-
landi - Rannsókn á orsökum búferlaflutninga. Reykjavík, Byggðastofnun. Annað
gott rit um svipað efni er Byggðastefna til nýrrar aldar sem Byggðastofnun og
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri gáfu út vorið 1998. I þeirri bók er sér-
stakur kafli um skóla- og menntamál og er það nýjung í ritum af þessu tagi.
2 Steingrímur Jónsson. 1985. Yfirlit um útgáfu og ritun héraðssögu. Landnám
Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 2:107-111.
3 Stefán Ólafsson 1997:21-27.
4 Hogmo, Asle, Tom Tiller og Karl Jan Solstad. 1981. Skolen og den lokale ut-
fordring. En sluttrapport fra Lofotprosjektet. Universitetet i Tromso, Institutt
for samfunnsvitenskap, bls. 13-14.
6 Þessi saga er skráð orðrétt eftir þeim mikla sagnameistara, Gísla Jónssyni
menntaskólakennara.
6 Ingólfur A. Jóhannesson o.fl. 1985. Heimabyggðin - Verkefnasafn í samfélags-
fræði. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
7 Óttar Ólafsson og Páll Ólafsson. 1992. Islenskur sjávarútvegur. Reykjavík, Náms-
gagnastofnun. -Textabók, verkefnabók og myndband.
8 Ecological Education in Action. On Weaving Education, Culture, and the En-
vironment. 1999. Ritstjórar Gregory A. Smith og Dilafruz R. Williams. New York,
State University of New York Press, bls. 1.