Húnavaka - 01.05.2000, Síða 97
H U N A V A K A
95
9 Níels Einarsson. 1997. Af hvölum, fiskum og öðru fólki. Við og hinir. Rannsókn-
ir í mannfræði. Ritstjórar Gísli Pálsson, Haraldur Olafsson og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir. (Ritröð Mannfræðistofnunar Háskóla Islands 1). Reykjavík,
Mannfræðistofnun Háskóla Islands, bls. 113-125.
10 Glögga vísbendingu um stefnubreytingu í þessa átt má til dæmis finna í áður
dlvitnaðri bók, Ecological Education in Acdon, og í bók Káre Gerhard Christen-
sen og Terje Kristensen. 1999. Fra naturfag til polidkk. Mot et paradigmeskifte
i miljoundervisningen. Forskningsrapport fra MUVIN 2 i Norge. Tonsberg,
Statens utdanningskontor i Vestfold.
11 H0gmoo.fl. 1981:50-51.
12 Hogmoo.fl. 1981:95-99.
15 H0gmoo.fl. 1981:85-86.
14 Margt af því sem nú verður sagt um skólanámskrár og grenndarkennslu hefur
höfundur þessarar greinar áður rætt í öðru bindi Ráðstefnurits Islenska sögu-
þingsins 28.-31. maí 1997 (Rv. 1998) og í 2. tbl. Nýrra menntamála 1999.
15 Stefán Ólafsson 1997:30-46.
VELLANDI BRENNISTEINSELDUR OG
AFTURGÖNGUR
I bók sem þýskur guðfræðingur, Sebastian Múnster, hefur samið og gefið út árið
1543 og hefur að geymajarðarlýsingu, er Islands gedð.
Þar segir höfundur að það sé tvöfalt stærra en Sikiley. Nafnið sé dregið af ís og
kulda, sem þar sé, og merki landsins sé krýndur fiskur. Þrjú há fjöll, Hekla, Kross-
berg og Helga, eru á þessu landi að hans sögn. Þau eru þakin snjó að ofan en undir
vellandi brennissteinseldur, þar sem afturgöngur drukknaðra manna eru á fiökd.
Hafísinn er átta mánuði ársins á reki við landið og halda fávísir menn að það séu óp
fordæmdra þegar jakarnir rekast á.
Hvítabirnir brjóta gat á hafísinn með hrömmunum til þess að ná sér í fisk sem ó-
kjörin öll eru af viö Island. Islendingar veiða svo mikið af fiski að þeir gera hlaða á
stærð við hús úr afla sínum, undir berum himni. Þennan fisk selja þeir kaupmönnum
og fá fyrir korn úr kaupstöðum Hansakaupmanna og vín frá Spáni. Abati kaupmanna
af þessum viðskiptum er mikill.
Múnster rómar hversu kvikfénaður Islendinga mjólki vel og þess vegna séu á
boðstólum miklar birgðir af smjöri.
Aftan við kaflann um Island er Faðirvor prentað á íslensku, lesendum dl gamans.
Ur bókinni Cosmographia universalis.