Húnavaka - 01.05.2000, Page 104
102
HUNAVAKA
braggi sem líklega haföi verið keyptur af setuliðinu er þá var farið frá
Blönduósi. Við þetta hróf var notast í nokkur ár sem samkomuhús. Þar
var aðstaða fyrir veitingasölu og ekki man ég betur en fólk skemmti sér
þar bara vel. Kvenfélagskonur bæði úr Engihlíðar- og Vindhælishreppi,
sáu um veidngarnar. Ekki þætti þetta samt boðlegt félagsheimili í dag.
Aður voru böll haldin í stofunum á ýmsum bæjum þó að ekki væri alltaf
mikið pláss. 1 nokkur ár voru haldin böll heirna á Efri-Mýrum en það
lagðist af þegar bragginn kom.
Armótin, þar sem árnar mætast, eru nokkuð sérstakur staður. Þar eru
grónar grundir og berjabrekkur uppi í hlíðinni. A sumrin komum við
ungmennin úr Vorblæ þar saman og lékum handbolta, fótbolta og
fórum í ýmsa leiki. Eg á margar góðar minningar frá þessum stað.
Nokkru seinna var byggð skilarétt þarna á grundunum við ármótin.
Engihlíðar- og Vindhælishreppur stóðu sameiginlega að því verki. Rétdn,
sem heitir Skrapatungurétt, var vígð haustið 1957 og er nú vel kunn um
allt land og jafnvel út fyrir landsteinana.
Eflaust var gaman á jólaballinu 1945 því að alltaf er gaman að koma
saman og dansa, það finnst mér ennþá. Ymsir komu í heimsókn milli
hátíðanna. Þá var oft gripið í spil. Mamma haföi garnan af að spila en
pabbi síður, hann vildi fremur spjalla við gesti. A nýársdag fórum við í
veislu að Neðri-Lækjardal. Þangað var jafnan gaman að koma enda mikil
rausn hjá Þorbjörgu og Arna. Þetta var í síðasta sinn sem ég kom til
þeirra hjóna í Lækjardal en naut þess að heimsækja þau mörgum árum
síðar í Reykjavík ásamt foreldrum mínum.
Jæja, þá voru jólin um garð gengin og höföu liðið undrafljótt.
Einhverra hluta vegna festust þessi jól mér betur í minni en önnur sem
eflaust hafa verið með svipuðu móti. Annan eða þriðja janúar hélt ég svo
aftur suður. Pabbi flutd mig til Blönduóss og þá fórum við á bíl. Ferðin
suður gekk vel. Ymsir sem ég þekkti voru samferða, skólafólk og aðrir
sem fóru til starfa efdr jólafrí. Síðar kom ég því ekki við að fara norður
um jól. Næsta vetur vann ég í verslun í Reykjavík. Þá var unnið fram á
Þorláksmessukvöld. Eitt sinn mörgum árum seinna fórum við hjónin
með Ragnar yngri son okkar norður að Efri-Mýrum um áramót. Þá var
skotið upp flugeldum og þótti það mikið uppátæki. Við höföum gaman
af þeirri ferð og ekki síður foreldrar mínir. Þá var orðið fámennt heima.
Vorið 1974 hættu foreldrar mínir búskap efdr 51 árs búsetu að Efri-
Mýrum, öldruð og þreytt og heilsan biluð hjá mömmu. Fluttu þau þá
suður dl Keflavíkur. Efdr það voru þau hjá okkur á jólum meðan bæði
liföu. Mamma dó tveimur árum eftir að hún kom suður en pabbi liföi
11 ár eftir það við nokkuð góða heilsu. Hann dó níræður árið 1987.
Læt ég hér staðar numið þótt margt fleira komi upp í hugann sem
vert væri að rifja upp.