Húnavaka - 01.05.2000, Page 107
HÚNAVAKA
105
Sauðadal. Ki istján hélt áfram ábúð á Beinakeldu en Skaftasen vissi að
hann langaði til að eignast jarðnæðið aftur. Skaftasen hafði hug á Sauða-
dalnum fjxir selstöður og bauð ábúanda sínum að hafa við sig makaskipti
á heimalandi Beinakeldu
fyrir hálfan Sauðadal.
Kristján tók tilboði Skafta-
sens og kaupin voru gerð.
Þannig lagðist hálfur
Sauðadalur undir Hnausa
í Sveinsstaðahreppi.
Erlendur tók mikið tillit
til skoðana Sólveigar ráðs-
konu sinnar. Hún var vitur
kona og góðgjörn. Hún
hafði töluverðar áhyggjur
af því hversu vínhneigður
Erlendur var. A þeim tíma
sem nú var Stóra-Giljá í
þjóðbraut og þá miðstöð
nágrannasveitarfélaganna
sem bauð upp á tíðar gestakomur, góðar móttökur og oft gullnar veigar.
Eftir að Erlendur eignaðist Beinakeldu hvatti Sólveig hann til að færa
búsetu sína þangað og hafði hún þá í huga að þar mundi sjaldnar vín
vera haft um hönd. Sagt er að Erlendur hafi virt viðhorf Sólveigar. Hann
flutti búferlum að Beina-
keldu árið 1884.
Um þessar mundir
sagði vinur Erlendar hon-
um frá föngulegri heima-
sætu í Hindisvík á
Vatnsnesi. Hann ln'atti Er-
lend mjög til þess að fara
að Hindisvík og leita sér
kvonfangs þar. Sagt er að
dag einn hafi Erlendur
riðið vestur yfir vötn að
Hindisvík til þess að sjá
þessa konu sem hann
hafði ekki áður séð. Þegar
Erlend bar að garði í
Hindisvík hitti hann Sigurð föður Ástríðar. Kvaðst hann vilja hitta Ástríði
dóttur hans að máli. Sigurður spurði í hvaða erindagjörðum hann væri
Kristján, Guðrún, Jóhannes, Eysteinn, Sólveig,
Páll, Lárus, Ragnhildur, Gunnar ogfremst
sitjandi Jóhanna, Sigurður og kona Lárusar.
Kristján, Jóhannes, Eysteinn, Lárus og
Sigurður, en sitjandi Guðrún, Ragnhildur,
Sólveig ogjóhanna.