Húnavaka - 01.05.2000, Page 113
HUNAVAKA
111
og áhugasamt fólk með góða námshæfileika sem axlaði sig áfram í lífinu
á mörgum sviðum svo að af bar, jafnvel án menntunar.
Til gamans í þessu sambandi vil ég nefna, Raynard Bateman, dóttur-
son Lárusar Erlendssonar sem fór til Ameríku 1919. Ray, eins og hann er
daglega kallaður, var 14 ára gamall þegar birtust um hann greinar í blöð-
um vestanhafs og í Morgunblaðinu 29. janúar 1989. Hann hafði þá vakið
mikla athygli fyrir vísindaafrek í læknisfræðilegum rannsóknum sem
hann sagðist hafa stundað í 1700 klukkustundir samhliða venjulegu
barna- og unglingaskólanámi. Þar gaf hann sér varla tíma til að sinna
náminu vegna lesturs fræðirita, meðal annars um efnafræði og þessara
læknisfræðilegu rannsókna sem hann virðist hafa náð lengra í en vísinda-
menn höfðu þá náð. Læt ég hér fylgja. með mynd og sýnishorn af frá-
sögn úr Morgunblaðinu um Ray.
Þetta læt ég nægja þótt hægt væri að nefna marga fleiri bæði eldri og
yngri af afkomendum, Astríðar og Erlendar, sem kunnir eru og margt
mætti segja um.
Heimildum sem fram koma í þessari grein hef ég að mestu safnað á ár-
unum 1960-73, hjá föður mínum og bræðrum hans, Sigurði og Jóhann-
esi, þó mest eftir að ég flutti að Stóru-Giljá árið 1972.
Stóru-Giljá 4. febrúar 1989.
í Morgunblaðinu sunnudaginn 29.
janúar 1989 er fyrirsögnin að grein um
Larry Ray Bateman „UNDRABARN AF
ÍSLENSKUM ÆTTUM"
Þar segir meðal annars að greinar um
Ray hafi birst í blöðum \íða um heim að
undanförnu, meðal annars í þýskum og
enskum blöðum, fyrir utan mikil skrif í
bandarískum blöðum. Bandaríska vikurit-
ið Time spurði í fyrirsögn síðastliðið
haust. „Nóbelsverðlaunahafi á komandi
árum,“ er sagt var frá þessum 14 ára
dreng. Ray hafði þá ásamt lærimeistara
hans, dr. Glenn Tismann, sem er 46 ára
gamall sérfræðingur í krabbameins- og
blóðsjúkdómum haldið á ráðstefnu í New
York. Þar kynnti hann árangurinn af vís-
indarannsóknunum meðan Glenn lækn-
ir sat í fyrirlestrasalnum og horfði hreykinn á Ray í ræðustólnum. I víðlesnu
bandarísku blaði var hann kallaður undradrengurinn.
Morgunblaðið segir þetta þeim mun forvitnilegra og skemmtilegra fyrir Is-
lendinga þar sem Ray sé af íslenskum ættum.