Húnavaka - 01.05.2000, Page 126
124
HÚNAVAKA
var heiðið en þegar þetta latneska verk barst hingað norður eftir á elleftu
öld höfðu helstu agnúar rómverskrar heiðni verið sorfnir burt, enda
þóttu ókristin atriði illa sæma í skólabók handa barnungum piltum;
nemendur munu yfírleitt liafa verið sjö vetra að aldri þegar þeir fóru ívrst
að rjála við kvæðið á latínu. Texdnn gegndi t\'íþættu hlutverki: í fyrsta
lagi þóttu stuttar og hnitmiðaðar setningar vel fallnar til að kenna
byrjöndum dálítið í latneskri tungu og á hinn bóginn felur kvæðið í sér
margar skynsamlegar athuganir um mannlegt líf og var því talið hentugt
í því skyni að innræta ungmennum holla speki. Hugsvinnsmál minna
mjög á Hávamál, sem er æðsta spekikvæði þjóðarinnar að fornu og nýju,
enda glíma bæði kvæðin við svipuð vandamál, jafnvel þótt þau séu einnig
ólík að ýmsu leyti.3 Ahrifa frá Hugsvinnsmálum gætir í ýmsum sögum
okkar og kvæðum.
Þriðja latneska ritið sem hér verður minnst hef ég kallað Leiðarvísan
lærisveins, það var sett saman snemma á tólftu öld; höfundurinn var
spænskur Gyðingur4 sem tók kristna trú árið 1106, rétt á sömu misserum
og Jón helgi varð biskup á Hólum. Leiðarvísan lærisveins er lítið kver
með stuttum, hnyttnum og fróðlegum smásögum og skrýtlum sem eiga
rætur að rekja austur til Arabíu og jafnvel alla leið til Indlands. Þessar
smásögur eru gæddar austrænum töfrum, virðingu fyrir mannlegu lífi
og sundurleitum verðmætum sem enn eru mikils medn. Vinátta skiptir
þar miklu máli. Ein sagan fjallar um mann sem átti ekki nema „hálfan
vin“ og þó bar sá náungi dýpri og traustari vináttu í barmi sér en flesdr
dauðlegir menn geta státað af. Onnur saga er um „heilan vin“ og þar
ríkir vinátta í almættí sínu, einráð og björt svo að hvergi bar þar skugga á.
I þessari grein handa Húnavöku vakir fyrir mér að leiða athygli að
vináttu í ýmsum myndum, svo sem hún birdst í fornsögum vorum, en þó
þigg ég dæmi úr öðrnm ritum, þegar slíks virðist þörf. Af ýmsum
ástæðum þykir mér fýsilegt að minnast fyrst þeirrar ævafornu
hugmyndar, sem verður rakin aftur dl Salómons hins spaka, að hvorki
viska né vinátta geti þrifist í helvíd og á hinn bóginn hafa spekingar talið
að sönn vinátta verði ekki nema með góðum mönnum. Svo skemmdlega
vill dl að í öndverðu brjósd Hávamála er vikið að visku og vináttu í sömu
andrá og með efdrminnilegum hætti:
Því að óbrigðra vin
fær maður aldregi
en mannvit mikið.