Húnavaka - 01.05.2000, Side 128
126
HUNAVAKA
skyldi enginn bindast vináttuböndum við mann sem er vinur ótinar hans,
enda gat mikil hætta leynst í slíkum tengslum. Auk þess sýnir það
ískyggilegan brest á skapferði Otkels að hann á tingott við slíkt illmenni
og Skammkell er. Segðu mér vininn þinn, þá veit eg vitið þitt hljóðar
gamalt spakmæli.
Leiðarvísan lærisveins hefur svofellt heilræði sem faðir á banabeði
ræður syni sínum: „Geym þú umfram aðra hluti að þú vel þér góða vini.“
Mikið gæfumerki þótti jafnan að eignast góða vini: „Það er vandi
mannsins, þess er hamingjan vill vel, að velja sér vini eftir hennar þokka,“
segir í Alexanders sögu, sem Brandur Jónsson ábóti og síðar biskup á
Hólum (d. 1264) snaraði af alkunnri snilld á sína tungu.
Vinátta er eitt af sundurleitum verðmætum sem fjallað er um í
Hugsvinnsmálum og skal nú minna á eitt erindi þaðan:
Trúnaðarmanns
leita þú trúlega,
ef þú vilt góðan vin geta.
Að fésælu
kjós ei fulltrúa,
heldur að sönnum siðum.
Vitaskuld væri það hið argasta glapræði að sækjast eftir vináttu auðugs
manns sem hefði ekkert annað sér til ágætis en auragnótt eina saman.
Orðið „fulltrúi" var notað ekki einungis um vin sem maður þekkti vel af
eiginni reynslu og gat treyst til hlítar, heldur einnig um guð, Maríu mey
og aðra dýrlinga. Til gamans skal vitna í Jómsvíkinga sögu sem lýsir
bænahaldi Hákonar Hlaðajarls (d. 995); alla sína ævi var liann rammur
dýrkandi ása og heiðinna vætta: „Og leggst jarl þar niður á knébeð og
biðst fyrir, og horfir þó í norður, og mæltist nú fyrir sem honum þótti
vænlegast. Og þar kemur nú bænarorðum hans, að hann skorar á
fulltrúa sinn, Þorgerði Hörðatröll, en hun dauíheyröist við bænjarls.“
Þegar Þorkell hávi hrökklast frá Þ\'erá, svo sem lýst er í Glúmu, ávarpar
hann Frey, „er lengi hefir fulltrúi minn verið og margar gjafar að mér
þegið og vel launað." - Býsna ólík er frásögn af Ormi á Breiðabólstað,
systursyni Þorláks helga, sem eitt sinn sumarið 1198 (?) „var í baði í
Skálholti og hafði það í hug sér að hann mundi enn meir elska heilagleik
síns frænda, ef hann bæri á sjálfum sér nokkuð merki. En í því bili
skeindi hann hina hægri hönd sína á hárknífi, og blæddi æsilega og varð
eigi stöðvað. Þá hét hann á frænda sinn og fulltrúa, Þorlák biskup, að
hann stöðvaði blóðið, og kom aldrei úr einn dropi síðan.“ En örið eftir
sárið minnd Orm ávallt síðan á Þorlák helga.
Heiðnum goðum og heilögum mönnum er það sem sé sameiginlegt í