Húnavaka - 01.05.2000, Page 131
H U N A V A K A
129
Þó eru það ekki gjafirnar sjálfar sem skipta mestu máli. í latneskum
lærdómsritum allt aftur til Rómverja hinna fornu bregður fyrir þeirri
hugmynd að menn eigi að meta gjafir eftir hugarfari gefanda fremur en
gildi gjafanna sjálfra; samkvæmt þessu er gjöf frá vini miklu dýrmætari
eign en sams konar gjöf frá öðrum. Rómverska skáldið Ovid segir á
einum stað að þær gjafir séu ávallt þekkastar sem taka gildi sitt af
gefanda. Og Seneca spekingur segir á sínum stað að velgerð sé ekki
fólgin í því sem er gert eða gefið, heldur í hugarfari þess sem gerir eða
gefur. Tólftu aldar spekingur, Hugi í París, segir í riti sem snarað var á
íslensku forðum, að gjöfin sýni hver gefi og með hverri ást er hann gefur.
„Mun æ hvað þú átt þeim er veitir og unn eigi gjöfum í stað hins er gaf;
honum skaltu unna.“
Sú hugmynd að vinátta sé öllum gjöfum æðri kemur skýrt fram í Njálu
þegar Njáll færir Gunnari hey og mat í hallæri. „Góðar eru gjafir þínar,“
segir Gunnar, „en meira þykir mér vert vinfengi þitt og sona þinna.“
Svipuðu orðalagi bregður fyrir í Samsons sögu: „Mikils þykir mér vert fé
þitt, en meira vinskapur þinn.“ I Olafs sögu Tryggvasonar segir maður
við konung: „Svo margt hafið þér mér gefið að eigi mun eg og eigi má eg
meta hversu mikils vert er, en þó er sú ein yðar gjöf sem yfir ber allar
aðrar, en það er yðar vinátta, og þá þóttist eg mest afla er eg fekk hana.“
Þegar Grímhildur drottning í Þiðreks sögu býður Irungi fullan skjöld af
gulli segir hann: „Frú, það er mikið fé en þó er enn meira vert að fá þína
vináttu.“ Og í Guðmundar sögu segir húsfreyja ein við hinn góða biskup:
,Annað elska eg meira en kvikfé, en það er yðar þökk og vinátta, því að
hvað er mig kostar vil eg henni halda.“5
Snauður maður sem hafði ekki efni á að gefa vini sínum jafn rífa gjöf
og hann vildi átti ekki að láta slíkt á sig fá: „Ef gullið er ógnægra en
viljinn að gefa, þá láttu þó eigi ástina minnka þótt fættist gjafirnar“
(Alexanders saga). A hinn bóginn þótti skylt og sjálfsagt að þiggja gjöf
af vini sínum, enda var hætt við því að höfnun gjafar leiddi til llaumslita.
Þeir Kjartan og Bolli í Laxdælu eru svo nánir að þeir mega heita bræður:
þeir eru bræðrungar, fóstbræður og ástúðarvinir frá blautu barnsbeini.
Eftir að Bolli gekk að eiga Guðrúnu Osvífursdóttur, málvinu Kjartans,
kólnaði vináttan af hendi Kjartans, en þó bryddar ekki á sundrungu með
þeim fyrr en hann neitar að þiggja gjöf frá fóstbróður sínum:
Bolli átti stóðhross þau er best voru kölluð; hesturinn var mikill og
vænn og hafði aldrei brugðist að vígi; hann var hvítur að lit og rauð
eyrun og toppurinn. Þar fylgdu þrjú merhryssi með sama lit sem
hesturinn. Þessi hross vildi Bolli gefa Kjartani, en Kjartan kvaðst enginn
vera hrossamaður og vildi eigi þiggja. Olafur bað hann við taka
hrossunum, - „og eru þetta liinar virðulegustu gjafir." Kjartan setti þvert
nei fyrir. Skildust eftir það með engri blíðu.6