Húnavaka - 01.05.2000, Page 133
HUNAVAKA
131
Stundum bregður fyrir í fornum ritum að menn þurftu að gera upp á
rnilli ættingja og vina, og var þá hætt við að ættingjar yrðu látnir sitja á
hakanum: „Gnóga eigum vér frændur, en vini vér sem aðrir fáum vér
aldrei ærna,“ segir í Rómverja sögu. Islenskur málsháttur frá síðari
öldum hljóðar svo: „Vík skyldi milli vina en fjörður á milli frænda“ gefur
einnig í skyn að vinir séu nánari en ættingjar. Hér er beitt svipaðri aðferð
og í Hávamálum þar sem fjallað er um góða vini og illa:
Afhvarf mikið
er til ills vinar,
þótt á brautu búi;
en til góðs vinar
Hggja gagnvegir,
þótt hann sé firr um farinn.
Þess eru ærin dæmi að nánir frændur, jafnvel bornir bræður, ræki ekki
vináttu sem skyldi og gerist fjandmenn. Slík flaumslit leiða jafnan til
harmleiks. I Haralds sögu harðráða hvetur Tósti jarl, bróðir Haralds
Englakonungs, Svein Danakonung til að leggja undir sig England, en fær
heldur daufar undirtektir. Þá segir Tósti: „Frændur vorir gjörast oss
fjandur. Þeirra fjandmenn skulu og vera vorir frændur og vinir.“ Eftir
þetta heldur Tósti til Noregs og býður Haraldi harðráða liðveislu til
árásar á England. En þegar Haraldur harðráði ávítar Tósta fyrir að leyna
því að Englakonungur kom í skotfæri fyrir orrustu, af því að hann vildi
sættast við bróður sinn, þá kemur drengskapur Tósta skýrt í ljós og
stingur í stúf við grimmd Haralds harðráða: „En með því að hann vildi
bjóða mér grið og mikið vald, víst væri eg þá sannlega kallaður verri
höfðingi en hann, ef eg biði svo elli að eg væri banamaður hans, og betra
er að þiggja bana af bróður sínum en veita honum bana.“ Hér eru á
ferðinni sömu hugmyndir og sækja að Kjartani feigum: „En miklu þykir
mér betra að þiggja banaorð af þér frændi en veita þér það.“
I Gísla sögu Súrssonar þróast snemma mikið sundurlyndi með þeim
bræðrum Gísla og Þorkatli, en á hinn bóginn verður Þorkell vinur
Bárðar sem fíflir Þórdísi systur þeirra Gísla. Einn góðan veðurdag hjó
Gísli Bárð banahögg. Þorkell reiddist við: ,Aldrei varð síðan jafn blítt
með þeirn bræðrum.“ Svo langt gengur þessi misklíð að Þorkell „eggjar
mjög Skeggja að hefna Bárðar frænda síns“. Sem sagt, Þorkell vill fórna
bróður sínunt svo að vinar hans yrði hefnt. Síðar ætla þeir bræður að
treysta vináttubönd með þeim Þorgrími mági sínum og Vésteini mági
Gísla með því rnóti að þeir gengju allir í fóstbræðralag, en tilraunin fór
út um þúfur og síðan vegur Þorgrímur Véstein, Gísli Þorgrím, synir
Vésteins Þorkel og frændi Þorgríms Gísla.