Húnavaka - 01.05.2000, Page 136
134
HUNAVAKA
6. Vinátta og hjálparhönd
Alkunn er sú hugmynd að menn reyni vini sína þegar mikið ríður á, og
þá kemur best í ljós hverjum sé treystandi. Orðið „atgerðar-vinur“ var
notað um mann sem sannar vináttu sína í verki. Tvö spakmæli sunnan úr
álfu koma í hug: „Sá er sannur vinur er í nauðsynjum hans er búinn til
hjálpar eftir megni“ og „Margir teljast vinir svo lengi sem vel gengur, en
í nauðsyn eru þeir fáir.“ Svo mikið kvað að þessari hugmynd á tólftu öld
að þá varð til nýyrðið „nauðsynjavinur", en fleirtalan er skýrgreind á
þessa lund í fornri sögu: „Þeir vinir lieita svo er manninn fyrirláta eigi á
tímum nauðsynjanna.“
Þótt orðið „nauðsynjavinur" komi ekki fyrir í Grettlu þá birtist
bugmyndin sem í því er fólgin á einum stað í sögunni. Grettir dvelst
vetrarlangt í Háramarsey úti fyrir Sunnmæri, og þar vinnur hann
frægasta afrek sitt í Noregi: drepur tólf berserki einn síns liðs og forðar
með því móti húsfreyju og dóttur hennar frá mikilli svívirðing. Bóndi er
ekki heinta meðan þessi ósköp dynja yfir og verður honum mikið um
þegar hann kemur heim og heyrir alla söguna. Þá vill hann sanna Gretti
vináttu sína og þakklæti: „Og það mun eg til þín mæla,“ segir Þorfmnur,
„sem fáir munu mæla til vinar síns, að eg vilda að þú þyrftir rnanna við,
og vissir þú þá hvort eg gengi þér fyrir nokkurn rnann eða eigi. En aldrei
fæ eg launað þér þinn velgjörning, ef þig stendur engi nauður.“
Nokkru síðar lendir Grettir í því óláni að verða manni að bana og fer
síðan á fund Þorfinns og segir honum hvað hafði gerst. Þorfinnur tók
honum vel við, „og er það gott,“ sagði hann, „að þú ert vinþurfi.“ Hér
eins og víðar í fornsögum á fólk nú á tímum bágt með að átta sig á
orðum og gerðum þeirra rnanna sem þar er lýst, nema tekin séu mið af
þeim htigmyndum sem tíðkuðust með lærðum Islendingum um það leyti
sem sögurnar voru skráðar.
Vitaskuld þótti sjálfsagt að rnenn leituðu til vina sinna þegar á reið:
Tryggvan vin
bið þú ténaðar;
vel kveða dyggva dugast,
segir í Hugsvinnsmálum, sem hvetja menn til að láta hyggindi sín
koma sjálfum sér að haldi og vinum sínum. En aldrei skyldi maður stæra
sig af því að duga vini sínum, heldur átti hann að gæta eins vandlega:
Þann dugnað veittu
vinum þínum
að eigi fylgi mikið mein.