Húnavaka - 01.05.2000, Page 138
136
HUNAVAKA
boðnir tveir hestar að launum. En Barði vill ekkert gjald fyrir. „Skal þín
vinur,“ segir hann, „í þörf neyta“ (Heiðarvíga saga).
Sérstök og bitur hefur sú reynsla löngum þótt þegar maður bregst
bágstöddum vini, en á hinn bóginn láta góðir drengir ekkert standa
vináttu sinni fyrir þrifum. „Enginn dugandi maður virðir vin sinn eftir
yfirlitum eða fyrirlítur hann af áfelli harðra forlaga“ segir í Alexanders
sögu, sem einnig lætur orð falla á þessa lund: „Sá er sannur og ágætur
vinur er eigi leggur leiðindi á vin sinn, þó að hann velti í mikla vesöld.“
8. Ótrúir vinir
Enginn hörgull er á varnaðarorðum í fornum ritum um ótrúa vini.
Málshátturinn „Illt er að eiga þræl að einkavin“, kemur fyrir í þrem
sögum að því er ég veit best, og auk þess í Konungs skuggsjá. En þrælar
þóttu ekki einu hræðurnar sem væri ekki treystandi. I Orvar-Odds sögu
er sérstaklega varað við Oðni, enda þótti hann ærið viðsjárverður: „Illur
er Oðinn að einkavin“. Onnur spakmæli mætti nefna í næstu andrá: „Illa
hefir sá er ótrúan vin hefir.“ „Illt er vin véla, þann er þér vel trúir.“ „Sjá
vandlega við vélráðum vina þinna.“ „Haf eigi vináttu við vonda menn.“
Skáld Hávamála leggur hér merkileg orð í belg: „Með illum vinum
brennur eldi heitari ást fimm daga, en slokknar þegar hinn sjötti kemur
og allur vinskapur versnar.“ „Ef þú átt annan vin sem þú trúir illa og vilt
þó hljóta eitthvað gott af honum, þá skaltu mæla fagurt en hyggja flátt og
launa honum lausungu með lygi.“ „Og þetta skal segja um þann vin sem
jrú trúir illa og þér er grunur að geði hans: þú skalt hlæja við honum og
mæla um hug |3ér.“ Annars staðar í Hávamálum skýtur upp orðinu
„viðhlæjandi" í sambandi við heimska menn sem þekkja ekki vini frá
öðrum mönnum:
Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
Mðhlæjendur vini.
Lídll vafí getur leikið á því að hér er um suðrænt spakmæli að ræða.
Hitt er alkunnugt að heimskum mönnum getur gengið illa að þekkja
trúan vin, einkum ef þeir eru sjálfir talhlýðnir í þokkabót.
Af þeim „ótrúu vinum“ sem spilla fyrir í fornsögum skal einungis
tveggja getið. Kunnastur þeirra er Mörður Valgarðsson í Njálu sem lætur
margt illt af sér leiða. Hann kann að „mæla fagurt“ þótt hann „hyggi
flátt“ og hikar ekki við að beita vináttu í því skyni að ráða niðurlögum