Húnavaka - 01.05.2000, Page 139
H UNAVAKA
137
þeirra sem hann öfundar. „Nökkuru síðar reið Mörður til Bergþórshvols
og fann þá Skarphéðin. Hann sló á mikið fagurmæli við þá og talaði
hann þann dag allan og kveðst við þá margt vilja eiga. Skarphéðinn tók
því öllu vel, en kvað hann þó þess ekki leitað hafa fyrri. Svo kom að hann
kom sér í svo mikla vináttu við þá að hvorugum þótti ráð ráðið, nema
um réðist við aðra.“ En Mörður lætur þó ekki fagurgalann nægja einan,
heldur gefur liann þeim Skarphéðni einnig stórgjafír, og á hinn bóginn
rægir hann fóstbróður jieirra við þá uns þeir fallast á að verða honum
að fjörlagi. Þeir Njálssynir eru ósnotrir menn og talhlýðnir og sjá ekki
við brögðum Marðar, enda veitist honum létt að teygja þá til vinskapar
við sig og eggja síðan til aðfarar við Höskuld. Njáll skilur af hugviti sínu
hvernig í málinu liggur, en með því að synir hans trúa nýjum vini og eru
auk þess hættir að hlýða öldruðum föður, þá getur hann ekkert ráðið við
þann dapra atburð sem brátt ber að höndum.
Undarleg eru samskipti þeirra skáldanna í Bjarnar sögu, Þórðar
Kolbeinssonar og Bjarnar Hítdælakappa. Þórði er svo lýst að „hann þótti
vera spottsamur og grár við alla þá er honum þótti dælt við.“ Björn var
nokkru yngri en Þórður og „hafði enn sem margir aðrir orðið fýrir spotti
Þórðar og áleitni,“ og fyrir þær sakir flýr hann að heiman og dvelst
nokkur ár í annarri sveit. Þegar Björn er átján vetra hittast þeir í Noregi.
og þá fer Þórður að sækjast eftir vináttu Bjarnar, heitir trúmennsku sinni
og „talaði þá allfagurt viö Björn.“ Síðar fær Þórður unnustu Bjarnar með
prettum, og eftir það rænir Björn Þórð, en Olafur helgi sættir þá. Þótt
svo sé í pottinn búið, þá býður Þórður Birni til veturvistar, og „fór |rar
um fögrum orðum“ hve vel hann mundi veita honum. Móðir Bjarnar
treysti Þórði illa: „Það mun sýna að eg mun ekki mjög talhlýðin. Hugðu
svo að Björn,“ segir hún, „að því flárra mun Þórður hyggja sem hann
talar sléttara, og trú þú honum eigi.“ En Björn var þeim mun talhlýðnari
en móðir hans að hann þá heimboð Bjarnar, og reyndist beininn ekki
jafn ríflegur og boðið. Slitnar nú brátt Unfengið, enda lýkur málum á þá
lund að Björn fellur fyrir Þórði og mönnum hans.
I fornritum er varað við að treysta þeim mönnum sem kúgaðir eru til
hlýðni: Fyrri mun jörð vera stirnd sem himinn en sú vingan verði með
fullum trúnaði er fest verður með nauðungu. (Alexanders saga). I sömu
sögu eru svofelld varnaðaorð: „Vinátta konunga og annarra höfðingja
kann brigð verða.“ Þetta minnir á þann dóm sem Þórarinn í Sunnudal
kveður upp um íslenska goðorðsmenn: „En svo eru heit yður höfðingja
þá er þér viljið fróa manninn eftir slíka atburði að það er mánaðarfró, en
þá erum vér virðir eftir það sem aðrir framfærslumenn og fyrnast við það
seintvorir harmar" (Þorsteins þáttur stangarhöggs).