Húnavaka - 01.05.2000, Page 156
KRISTJANA O. BENEDIKTSDOTTIR:
Hetjudáð
Sveitin sem ég ólst upp í heitir Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu. Er
hann að margra dómi ein af fegurstu sveitum landsins. Bærinn sem ég
ólst upp á heitir Bakki og er að austanverðu í dalnum, nær því um
miðjan dalinn. Skammt íyrir neðan túnið á Bakka rennur Vatnsdalsá. Þar
var vað á ánni sem kallaðist Bakkastrengur. Þar er þungur straumur en
botninn var sléttur og fastur malarbotn. Þrjú vik voru í árbakkann að
vestanverðu en bakkinn annars nokkuð hár. Var áin dýpst ef farið var yfir
úr efsta vikinu. Að austan var slétt sandeyri. Beint á móti Bakka var
prestsetrið Undirfell. Þaðan var nokkur spölur ofan að strengnum.
Sprengeyri nefndust engjar frá Undirfelli.
Atvik það sem ég ætla nú að segja frá gerðist á sunnudegi sumarið
1905, seint á engjaslætti. A Bakka voru ekki heima nema kaupakona um
tvítugt, Ingibjörg Eiríksdóttir, 13 ára drengur, Siguríinnur Jakobsson,
kallaður Finnur og ég en auk okkar gömul hjón, bæði komin að fótum
fram. Þau hétu Una og Sigurður.
Ungu mennirnir í dalnum höfðu með sér glímufélag og æfðu jafnan
glímu á sunnudögum á ýmsum stöðum í dalnum. Var þá oft dansað á
eftir og ungu stúlkunum boðið á böllin. Þennan dag átti að æfa skammt
fyrir utan Bakka og ætluðum við Ingunn að fara þangað. Finnur ætlaði
að vera beima en til bans var þá kominn jafnaldri hans, Agústjónsson á
Hofi, næsta bæ við Bakka að sunnanverðu. Þeir félagar voru að leika sér
niður á túninu. Við Inga kölluðum til þeirra að nú færum við en í því
varð mér litið yfir á Sprengeyrina og sá að tvær stúlkur komu ríðandi frá
Undirfelli. Eg þekkti þær báðar. Onnur var skólasystir mín frá Blönduósi,
er Kristín hét, en var kaupakona á bæ vestanvert í dalnum, talsvert fyrir
framan Bakka. Hin stúlkan hét Jenný Jónsdóttir og átti lteima á
Marðarnúpi sent er austanvert í dalnum talsvert framar en Bakki. Eg vissi
að ferð þeirra var heitið að Bakka í heimsókn til mín.Við Inga héldum
heim að bænum en mér varð litið um öxl og sá þá að stúlkurnar stefndu
á efsta skarðið í bakkanum og sagði við Ingu: „Þær ætla í efsta skarðið
en það er alveg óhætt, áin er ekki svo mikil núna.“
Við Inga höfðum tæpast snúið okkur við er við heyrðum ógurlegt óp.
Við urðum skelkaðar og litum við. Sáum við jtá hvar Jenný flaut hálf í