Húnavaka - 01.05.2000, Side 158
156
II U N A V A K A
Jennýjar sem var fátæk og umkomulítil þá. En af fátækt sinni gaf hún
Finni 5 krónur, aleigu sína. Garnall maður sem átti lieima á Bakka gaf
Finni blaðið Unga Island sem þá var gefið út um skeið. Meira var það
ekki sent Finnur bar úr býtum enda kærði hann sig ekki um neitt slíkt.
Móðir Finns var afar glöð yfír þessari dáð sonarins. Hún bað mig að
láta þetta berast, skrifa um það í blöðin. En ég var nú bara 15 ára
stelpukrakki. Þó skrifaði ég um þetta. En svo gleymdist þessi ritgerð ntín.
Nýlega rakst ég á hana í gömlu blaðarusli, skrifaði hana upp á ný og
sendi Vorblóminu til birtingar.
Sigurfinnur Jakobsson giftist, gerðist bóndi norður í Húnavatnssýslu
og farnaðist vel að því er ég hef heyrt.
BERNSKUMINNINGAR UM MENN OG MÁLEFNI
Foreldrar mínir fluttu hingað haustið 1932. Þá var eg átta ára. Móður minni var
fljótlega boðið að ganga í kvenfélagið og kvenfélagskonurnar höfðu þann ágæta sið
að láta þá, sem minnimáttar voru í samfélaginu, njóta þess þegar „nýboriö" var hjá
þeim sem áttu kýr og höfðu um tíma umfram mjólk. Við höfðum auðvitað kýr eins og
flestir og þá kont sá tími að móðir mín varð að láta af hendi ntjólk, sem í sjálfu sér var
góðra gjalda vert. Sá böggull f'ylgdi skammrifi að ég varð oftast að fara með hana og
það fannst mér verra.
Meðal annarra sem ég fór til með mjólk var Jói blindi og Malla gamla. Þessi nöfn
voru venjulega notuð þegar um þau var talað. Jói hét fullu nafni Jóhannes Tómasson
og var fæddur 21. september 1866 og Malla hét Magdalenajónsdóttir og var fædd 30.
júní 1859.
Stundum kom ég inn til þeirra. Vafalaust \ erið feiminn í upphafi en það breyttíst.
Ég spjallaði þá við þau, sérstaklega gamla manninn. Hann sat venjulega í rúminu
sínu klæddur þykkri mórauðri peysu, réri fram í gráðið og velti tóbakspontunni sinni
á milli handanna. Umræðuefnið man ég ekki. Vafalaust verið um veðrið og fleira, en
eitt man ég vel. Ég kom oft um tíuleytið á morgnana en þá voru veðurfregnir lesnar
í útvarpinu og ntjög oft afjóni Eyþórssyni. Hann heilsaði þegar hann hóf lesturinn
og gantli maðurinn svaraði alltaf með því að segja: ,Já komdu nú sæll og blessaður og
vertu velkominn". Inni hjá þeim var mjög þrifalegt og sæmilega hlýtt enda höíðum
við fengið rafntagn í janúar 1934, sem einnig var notað til húshitunar. Annað fannst
mér furðulegt og það var að gamla konan skolaði alltaf flöskuna og helti skolvatninu
saman við mjólkina.
Ég segi þessa sögu, sem í sjálfu sér er ekki nterkileg, til þess að vekja athygli á þeirri
samhjálp, sem kvenfélagskonurnar sýndu í þrengingum kreppuáranna. Best er að
lýsa því með orðum þakklátra þiggenda: ég sendi - mitt hjartans þakklæti f'yrir allt
það, sem félag ykkar hefur fyrir ntig gert - ekki síst rafmagnsstrauminn - sem veitir
mér bæði ljós og yl
Ef til vil væri ekki úr vegi, að einhver sagnfræðingur eða bara framhaldsskólanemi
tæki þetta tíl ffekari athugunar áður en allir, sem kreppuna muna, kveddu þennan heim.
Jón Isberg.
x