Húnavaka - 01.05.2000, Page 163
HUNAVAKA
161
ar voru hlaup, hástökk, langstökk og kúluvarp. Það er mál manna að
hann hefði náð langt sem íþróttamaður, hefði hann lagt það fyrir sig.
Tónlist, einkum kórsöngur, skipaði veglegan sess hjá Kristjáni og söng
hann bæði með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og sameinuðum
kirkjukór Holtastaða-, Bólstaðarhlíðar- og Bergsstaðasókna. Hann hafði
gaman af því að vera í góðra vina hópi, léttur í skapi og viðræðugóður
um dægurmál og landsins gagn og nauðsynjar.
Um mitt ár 1997 gekkst Kristján undir uppskurð vegna heilaæxlis.
Lengi vel leit út fyrir að hann hefði náð sér að fullu en í nóvember 1998
kom í ljós að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp að nýju. Kristjáni hrakaði
mjög hratt en dvaldi að mestu heimavið. Hann lést á Landspítalanum.
Utfararathöfn fór fram í Blönduósskirkju 18. janúar en jarðsett var í
Holtastaðakirkjugarði.
Sr. Ciubmundur Karl Brynjarsson.
Jóhann Frímann Pétursson
Skagaströnd
Fœddur 2. febrúar 1918 - Dáinn 13. janúar 1999
Jóhann Frímann Pétursson fæddist á Lækjarbakka á Skagaströnd. For-
eldrar hans voru Marta Guðmundsdóttir frá Torfalæk og Pétur Jakob
Stefánsson, út\'egsbóndi, fæddur í Höfðahólum. Pétur var áður kvæntur
Sigþrúði Einarsdóttur, sem lést ung að árum, og átti með henni tvö börn,
Sigurbjörgu og Einar, sem dó í frumbernsku.
Jóhann Frímann var fjórði í röð sjö barna Mörtu og Péturs en hin voru
Sigurbjörg, sem nú er látin, Guðmunda, Margrét, Elísabet, Ingibjörg og
Ofeigur. Fjölskyldan bjó alla tíð á Lækjarbakka og með henni Elínborg,
móðir Mörtu.
Jóhann gekk í skóla á Skagaströnd en dugnaður hans og verksvit koniu
snemrna í ljós. Ungur að árum vann hann nokkur ár sem vinnumaður á
Flögu í Vatnsdal. Eftir það stundaði hann m.a. sjóróðra frá Höfnum á
Reykjanesi nokkrar vertíðir en kom heirn á sumrin og vann við alls kyns
verk.
Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigríði Fanný Asgeirsdóttur, á
gamlaársdag 1942. Sigríður er fædd 1914 en hún er nú á Héraðshælinu
á Blönduósi og hefur verið sjúklingur í mörg ár.
Börn Jóhanns og Sigríðar eru: Guðríður Asa, fædd 1943, búsett á
Skagaströnd. Pétur Steinar, fæddur 1947, býr í Olafsvík. Kona hans er
Guðrún Víglundsdóttir. Gissur Rafn, fæddur 1948, búsettur í Reykjavík.