Húnavaka - 01.05.2000, Page 164
162
HUNAVAKA
Kona hans er Gyða Þórðardóttir. Gylfi Njáll, fæddnr 1953, býr í Reykjavík,
kona hans er Guðrún Hákonardóttir.
Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Jóhann og Sigríður í Lundi á Skaga-
strönd en árið 1945 byggði Jóhann nýtt hús á Lækjarbakka í samvinnu
við fööur sinn. Eftir að Jóhann og Sigríður
stofnuðu heimili vann Jóhann ýntis störf.
Þeir feðgarnir, Pétur og hann, voru alltaf
með skepnur, bæði kýr og kindur, enjóhann
var mikill bóndi í sér. A þessum árum vann
Jóhann einnig í beitningu og í byggingar-
vinnu, auk þess var hann verkstjóri hjá Bún-
aðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu. Hann
var einnig í stjórn Búnaðarfélags Höfða-
hrepps og formaður þess um tíma. I nokkur
ár sá hann um ullarmóttöku fyrir Álafoss hjá
bændunum á Skagaströnd og í nágranna-
sveitum.
Jóhann var orðlagður dugnaðarmaður og sló aldrei slöku við að afla
sér og sínum lífsviðurværis. Hann kunni þó að gleðjast á góðri stundu
og átti mörg áhugamál. Hann hafði gaman af því að dansa gömlu
dansana, þótti góður dansherra og fóru þau hjónin oft á dansleiki. Auk
þess hafði hann dálæti á kveðskap, einkum lausavísum og kunni þær
margar.
Jóhann Frímann var verkstjóri hjá Höfðahreppi í mörg ár og stjórn-
aði einnig uppskipun hjá Skagstrendingi hf. þar til hann veiktist, í maí
1992.
Veikindi Jóhanns stöfuðu af blóðtappa við heila sem orsakaði lömun í
hálsi og talfærum. Jóhann tók veikindum sínum með yflrvegun og dáð-
ust margir að því hve hann virtist eiga auðvelt með að sætta sig við svo
gjörbreyttar aðstæður.
Jóhann dvaldist á Héraðshælinu á Blönduósi frá 1993 til dauðadags.
Útför hans fór fram frá Hólaneskirkju 23. janúar.
Sr. Gubmundur Karl Brynjarsson.
Davía Guðmundsson,
Blönduósi
Fœdd 19. febrúar 1910 — Dáin 17. janúar 1999
Davía Jakobína Guðmundsson, fædd Niclasen, fæddist inn í dæmi-
gerða færeyska sjómannafjölskyldu að Argjum rétt við Þórshöfn. For-