Húnavaka - 01.05.2000, Page 165
H U N A V A K A
163
eldrar hennar voru Hansína og Nikodemus Niclasen frá Kollafirði á
Straumey.
Börn þeirra Nikódemusar og Hansínu urðu sjö og var Davía næst elst,
auk þess ólu þau hjón upp einn dreng.
Það var fyrir milligöngu vinkonu Davíu,
sem bjó á Islandi og var gift bústjóranum á
Vífilsstaðabúinu, að Davía réði sig til vinnu á
Vífilsstaðahælinu, þá 18 ára gömul. Davía,
sem ætlaði sér aðeins að vera eitt ár, hitti þar
þann mann sem hún átti eftir að giftast, Ein-
ari Guðmundssyni, sem var starfsmaður á hæl-
inu.
Þau giftu sig í Færeyjum 16. nóvember
1931 en bjuggu sér heimili í Hafnarftrði í húsi
við Reykjavíkurveg. Þar fæddist fyrsta barn
þeirra, Guðmundur. Þau fengu síðar íbúð á
Vífdsstöðum en þar fæddist annað barn
þeirra, Jóhannes Harry.
Eftir giftingu var Davía heimavinnandi húsmóðir, sinnti sínu heimili
og fjölskyldu. Arið 1942 fluttu þau hjón til Hólmavíkur. Þar fæddist
dóttirin Herdís.
Það var árið 1946 að fjölskyldan fluttist til Blönduóss. Þar byggðu þau
sitt hús, tvíbýlishús á einni hæð. Það var með fyrstu húsunum norðan
megin á árbakkanum við Blöndu, seinna fékk gatan heitið Arbraut.
Arið 1960 um haustið dó tengdadóttir Davíu, Þórdís kona Guðmund-
ar. Davía tók þá að sér tvö börn þeirra, annað barnið flutti seinna til föð-
ur síns þegar hann k\’æntist aftur.
Davía missti mann sinn áriö 1970 og fjórum árum síðar soninn Guð-
mund.
A Blönduósi vann Davía utan heimilis lengst af á Héraðshælinu á
Blönduósi.
Davía var jafnlynd og hlýleg kona. Hún hafði ánægju af hannyrðum
og ferðalögum, heimsótti meðal annars Færeyjar en eyjarnar voru henni
alltaf kærar í minningunni. Hún var trúuð og kirkjurækin ogjafnframt
virk í kirkjustarfi, hún var í kirkjukór Blönduósskirkju í rúma þrjá ára-
tugi.
Hún bjó síðast í íbúð aldraða að Flúðabakka 1. Hún lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á Blönduósi. Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 23.
janúar.
Sr Sveinbjörn R. Einarsson.