Húnavaka - 01.05.2000, Page 166
164
I I LJ N A V A K A
Ingiríður Jóhannesdóttir
frá Móbergi
Fædd 8. september 1900 - Dáin 2. febrúar 1999
Ingiríður Jóhannesdóttir var fædd á Móbergi í Engihlíðarhreppi í Langa-
dal. Foreldrar hennar voru Elísabet Þorleifsdóttir ogjóhannes Halldórs-
son á Móbergi.
Systkini Ingiríðar voru: Oskar bóndi í Fagranesi í Langadal, Björg
kennari við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði, Halldór, Guð-
mundur Jóhann, Jón, Helga Kristín, Ottó Svavar og Axel Þorbjörn.
Arið 1931 giftist Ingiríður Þorsteini Bjarna-
syni og hófu þau fyrst búskap á Undirfelli í
Vatnsdal. Þorsteinn var fæddur í Stykkishólmi
13. júlí 1899 og lést í Ási 23. janúar 1945. For-
eldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir og
Bjarni Magnússon járnsmiður og fangavörð-
ur í Hólminum. Hann átd mörg systkin. Börn
Ingiríðar og Þorsteins eru: 1. Kristín f. 22.
apríl 1934, maki hennar er Jón Stefánsson.
Börn þeirra: Þórunn Jónatansdótdr, Elísabet,
Stefán og Hörður. 2. Bjarni f. 10. júní 1939,
maki hans Hallfríður Gunnlaugsdótdr, sonur
þeirra Þorsteinn Kári og fóstursonur Hjalti
Nílsen.
Nú eru liðin 64 ár síðan ég kynndst Ingu, þegar ég kom til hennar
sem drengur í sveit, þá á tíunda ári. Það er ekki hægt að minnast hennar
nema frænka hennar, fóstra og nafna fylgi með, því þær fylgdust að, með-
an báðar lifðu. Mér var sögð sú saga, að þegar Elísabet hafði eignast
þriðja barnið sem var Inga, hafi henni þótt nóg komið og farið til föður
síns, Þorleifs á Stóra Búrfelli og beðið hann að taka af sér barnið í fóstur,
en fengið það svar að hún gæti alið upp sín börn sjálf. Ingiríður Þorleifs-
dótdr hafði þá sagt að þá tæki hún barnið. Hvort orð féllu á þennan veg
eða annan, þá varð atburðarásin þannig að Inga eldri lagði af stað með
litlu nöfnu sína 30 vikna gamla í þeirra löngu lífsgöngu. Fyrsd áfangi er
Stóra-Búrfell og eru þær þar í eitt ár. Næsta ár er hún vinnukona í Hóla-
bæ í Langadal, nokkur ár á Gunnsteinsstöðum.
Þær færa sig svo lengra inn í dalinn að Auðólfsstöðum í Bólstaðar-
hlíðarhreppi. Á Torfalæk eru þær nokkur ár í kring um 1915, fara svo
að Holtastöðum. Næst fara þær að Kornsá í Vatnsdal.
Á þessu tímabili kynnist yngri Inga mannsefni sínu, Þorsteini Bjarna-
syni. Fljótlega fengu þau leigðan hluta af Undirfelli og hófu þar búskap