Húnavaka - 01.05.2000, Page 167
HUNAVAKA
165
og giftu sig þar 1931. Síðan eru þau í Ási 1935, þegar ég kem til þeirra.
Það var á því ári sem foreldrar mínir tóku þá ákvörðun að mamma færi í
kaupavinnu með okkur bræðurna, mig, Björgvin og Bessa. Mamma fékk
vinnu fyrir sig hjá Snæbirni Jónssyni á Snæringstöðum í Vatnsdal og mátti
hafa með sér yngri bræðurna, Snæbjörn kom mér fyrir hjá þeim hjón-
um Ingiríði og Þorsteini sem þá voru leiguliðar hjá þeim heiðurshjón-
um Guðmundi Olafssyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur í Ási sem
bjuggu þar 1894-1937.
Þar mætti mér strax sú mikla umhyggja og mannkærleikur sem þessar
konur bjuggu yfir og ég naut í svo ríkum mæli þau fjögur sumur sem ég
var hjá þeim í Ási 1935-36 og 1937-38 á Undirfelli. Þar voru þau leigu-
liðar hjá þeim Hannesi Pálssyni og Hólmfríði Jónsdóttur.
Hjónin Þorsteinn og Ingiríður voru ákaflega samhent og duglegt fólk,
bændur af lífi og sál. Þorsteinn lést aðeins 45 ára gamall. Þau eignuðust
aldrei sína eigin jörð en 1950 kaupir Inga Snæringsstaði og er loksins
komin í sitt eigið. En Adam var ekki lengi í Paradís. Seljendurnir fengu
eftirþanka og vildu fá jörðina til baka og var gengið hart eftir [rví. Inga
var hissa því þarna var um fullfrágengin kaup að ræða. Hún var sár og
vonsvikin en gaf eftir. Hún fór aftur í Ás og er þar til ársins 1972 en fóstra
hennar dó 1960. Til Akraness fer hún til dóttur og tengdasonar, sem
bjuggu henni fallegt æfíkvöld sem hún mat mikils. Hún lést á sjúkrahúsi
Akraness tæplega 99 ára.
Snorri Bjarnason.
Ingibjörg Stefánsdóttir
frá Kambakoti, Vindhælishreppi
Fcedd 7. mars 1924 - Dáin 16. febrúar 1999
Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Vindhæli, Vindhælishreppi, dóttir hjón-
anna Stefáns Stefánssonar bónda og Salóme Jósefsdóttur húsfreyju. Ingi-
björg var fjórða yngst í hópi tólf systkina. Aí' þeim eru þrjú á lífi, Jósef,
Þórunn og Margrét, öll búsett á Skagaströnd.
Fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum í Vindhælishreppi en lengst af í
Kambakoti. Barnaskóli var á ýmsum bæjum í Vindhælishreppi á þessum
árum en Ingibjörg sótti Iengst af skóla á Ytri - Ey. Á þeim árum sem systk-
inahópurinn var að vaxa úr grasi voru kjör erfið og fátæktin ntikil, því
þurftu börnin að byrja ung að vinna fyrir sér.
Ingibjörg hleypti heimdraganum fjórtán ára gömul og réði sig í vist,
fyrst á Auðólfsstöðum í Langadal, þar sem hún var vinnukona í nokkur