Húnavaka - 01.05.2000, Page 170
168
H U N A V A K A
vík. Á þeim árum kynntist Björgvin starfi Kristilegs félags ungra manna,
KFUM, í Reykjavík og var virkur félagi æ síðan.
Eftir veturna tvo í Miðbæjarskólanum fékk Björgvin kennarastöðu í
Borgarnesi. Hann var gæddur miklum tónlistarhæfileikum og stofnaði
þríraddaðan 30 barna kór í Borgarnesi sem söng víða og við góðan
orðstír. Einnig setti Björgvin á fót vísi að
KFUM starfi þar.
Annan veturinn sem Björgvin kenndi í
Borgarnesi kynntist hann verðandi eiginkonu
sinni, Bryndísi Böðvarsdóttur, frá Hrafnseyri
við Arnarfjörð. Þau Björgvin og Bryndís voru
afar samhuga og samhent hjón. Bæði tvö
höfðu brennandi áhuga á kristilegu æskulýðs-
starfi.
Börn þeirra eru Ingibjörg, sem er búsett á
Skagaströnd, eiginmaður hennar er Steindór
Haraldsson. Böðvar, sem býr á Akranesi, eig-
inkona hans er Ástríður Andrésdóttirog Mar-
grét sem er búsett á Akureyri. Eiginmaður
hennar er Sigurvin Jóhannesson.
Haustið 1946 fluttu hjónin ungu til Akureyrar þar sem Björgvin fékk
kennarastarf. Þar kom hann á fót KFUM starfí sem strax varð nokkuð
öflugt. Síðar stofnaði Björg\in Barnakór Akureyrar, sjálfstætt starfandi
kór með sjálfstæðan fjárhag. Kórinn hélt oft tónleika fyrir bæjarbúa og
söng auk þess á öllum skólaskemmtunum.
Sumarið 1958 fékk Björgvin vinnu sem rafVirki við Sementsverksmiðj-
una á Akranesi, sem var í byggingu. Þá um sumarið slasaðist hann afar al-
varlega við vinnu sína og beið varanleg örkuml af. Haustið 1960 kom
Björg\án aftur til starfa við kennslu en fór sér hægar en áður.
Bryndís, eiginkona Björgvins, lést úr krabbameini 13. desember 1964.
Lát hennar olli honum djúpum harmi sem hann bar að mestu í hljóði.
Sumarið eftir að Bryndís dó hófst sumarbúðastarf KFUM og Ká Hóla-
vatni. Þar var Björgvin sumarbúðastjóri og gegndi því hlutverki að
minnsta kosti í tuttugu ár eftir það.
Björg\'in bjó á Akureyri til ársins 1997 er hann flutti til Skagastrandar.
Þar settist hann að á Sæborg, dvalarheimili aldraðra.
Björg\'in lést á Héraðshælinu á Blönduósi.
Utför hans fór fram frá Glerárkirkju á Akureyri 8. mars en minningar-
athöfn var haldin á Dvalarheimilinu Sæborg þann 9. mars.
Sr. Gudmundur Karl Brynjarsson.