Húnavaka - 01.05.2000, Síða 175
n U N A V A K A
173
Þóra Sigurgeirsdóttir,
Blönduósi
Fœdd, 12. september 1913 -Dáin 9. maí 1999
Þóra Sigurgeirsdóttir var fædd á Isafirði, annað barn hjónanna, Sigur-
geirs Sigurðssonar skipstjóra á Isafirði og konu hans, Ingibjargar Þór-
unnar Jóhannsdóttur.
Sigurgeir og Ingibjörg eignuðust sjö börn.
Þau eru í þessari aldursröð: Jóhann Arni,
Þóra, Svava, Gústaf, Sumarliði, Elísabet Þór-
unn, yngst er Þorgerður. Elísabet og Þorgerð-
ur eru á lífi af stórum systkinahópi.
Eitt barnabarn sitt ólu þau upp til tólf ára
aldurs, sonardótturina Ingibjörgu Þórunni.
Þóra ólst upp á Isafirði, þar bjó hún með
foreldrum sínum og systkinum í húsi á Eyr-
inni en þar er gamli bæjarkjarni staðarins.
Ai'ið 1932, 8. maí, giftist Þóra Snorra Arn-
fínnssyni frá Brekku í Langadal við Isafjarðar-
djúp. Snorri var búfræðingur að mennt frá
Bændaskólanum á Hvanneyri. Með honum flutti Þóra að Hóli við Siglu-
fjörð, þangað réðist Snorri sem bústjóri á kúabúið sem Siglufjarðarbær
átd. A Siglufirði bjuggu þau árin 1933-1939. Frá Siglufirði fluttu þau til
Borgarness. Þar keyptu þau hótelið og ráku það, ásamt veitingaskála við
höfnina. Þaðan fluttu þau til Blönduóss.
A Blönduósi áttu þau heimili við sjóinn í liúsi sem síðan hefur verið
nefnt Snorrahús. A Blönduósi opnuðu þau Hótel Blönduós og ráku til
ársins 1962 er þau seldu hótelið. Snorri andaðist í júní árið 1970.
Auk húsmóðurstarfa tók Þóra ætíð virkan þátt í vinnu mannsins síns
og öllum atvinnurekstri. Hún vann líka aðra vinnu, hún var ráðskona á
Hvanneyri og í Asi í Hveragerði. Hún vann á saumastofu í Reykjavík. Síð-
ast vann hún á sauma- og prjónastofunni Pólarprjón á Blönduósi.
Þóra og Snorri eignuðust átta börn sem eru í aldursröð: Geir, Þór,
Kári, Valur, Orn, Sævar, Inga Jóna og Sigríður Kristín.
Þrátt fyrir stóran barnahóp og annasanta daga tók Þóra líka þátt í fé-
lagsmálum á Blönduósi.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Þar hafði hún ver-
ið vistmaður á dvalardeild aldraðra síðan 1996.
Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 15. maí.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.