Húnavaka - 01.05.2000, Page 178
176
HÚNAVAKA
lend og Margréti. Inga og Borgþór áttu heimili sitt í Reykjavík mörg
fyrstu búskaparárin en fluttu í Kópavog árið 1964. Hann lést árið 1996.
Eftir að Inga gifti sig var starfsvettvangur
hennar fyrst og fremst á heimilinu. Hún var
áhugasöm um aukinn rétt kvenna og var órög
við að tjá skoðanir sínar og vinna þeim braut-
argengi. Hún var skáti og starfaði innan skáta-
hreyfingarinnar í áratugi.
Inga var hannyrðakona og bóklestur var
henni sérlega hugleikinn. Hún fylgdist alla tíð
vel með fréttum og var vel að sér á fjölmörg-
um sviðum, sterkur persónuleiki og ákveðin
ef því var að skipta og hún vildi hafa reglu á
hlutunum. Hún var gamansöm og lífleg.
Inga veiktist fyrir 18 árum og náði ekki
fullri heilsu eftir þau veikindi.
Utför hennar fór fram frá Kópavogskirkju þann 23. júlí.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Anna Halldórsdóttir Aspar,
Skagaströnd
FœcLd 7. janúar 1923 — Dáin 1. september 1999
Anna Halldórsdóttir Aspar fæddist á Akureyri. Foreldrar hennar voru
Halldór Hjálmars Guðmundsson Aspar, framkvæmdastjóri Smjörlíkis-
gerðarinnar Akra og Kristbjörg Torfadóttir húsmóðir. Þeim Halldóri og
Kristbjörgu varð átta barna auðið en af þeim komust sex á legg. Þau eru,
auk Önnu sem var þriðja elst: Björn Kristinn, en hann lést langt fyrir ald-
ur fram, Guðrún ogjón Eymundur, sem búsett eru á Akureyri og Kristín
og Baldur, sem búa í Reykjavík.
Árið 1935 lést Halldór, faðir Önnu, úr berklum aðeins 41 árs að aldri.
Þá þurfti Kristbjörg að beita mikilli útsjónarsemi til að afla sér og börn-
um sínum viðurværis. Hún þvoði þvotta fyrir fólk og gekk í ýmis önnur
störf sem buðust. Börnin lögðust á eitt með móður sinni við að draga
björg í bú um leið og þau höfðu aldur til. Á þessum árum var hlutverk
Önnu meðal annars að sinna þvottastörfunum og heimilinu með móður
sinni. Auk þess vann hún á rakarastofu.
Anna kynntist eiginmanni sínum, Bernódusi Ólafssyni (f. 1919), árið
1943, en hann var ættaður af Ströndum. Börn Önnu og Bernódusar eru:
Halla Björg, fædd 1944. Eiginmaður hennar er Ari Hermann Einarsson.