Húnavaka - 01.05.2000, Page 179
HUNAVAKA
177
Þau eru búsett á Blönduósi. Þórunn, fædd 1945. Eiginmaður hennar er
Guðmundur Björnsson. Þau búa á Skagaströnd. Olafur Halldór, fæddur
1951. Eiginkona hans er Guðrún Pálsdóttir. Þau búa á Skagaströnd. Og
Lilja, fædd 1955, búsett í Reykjavík.
Haustið 1944 fluttu Anna og Bernódus, þá
nýgift, til Skagastrandar og stofnuðu heimili í
Skálholti. Bernódus starfaði fyrst sem vélstjóri
í frystihúsinu og síðar við að setja upp vélar
og tæki í Síldarverksmiðjunni. Þau hjónin
gegndu ýmsum störfum á Skagaströnd. Bern-
ódus stundaði einkum sjóinn en vann auk
þess ýmis störf í landi. Anna var fyrst og
fremst húsmóðir og sinnti heimilinu og upp-
eldi barnanna af stakri kostgæfni og var bæði
gestrisin og greiðvikin. Hún vann einnig utan
heimilis ýmis störf t.d. í frystihúsinu.
Aima og Bernódus bjuggu á Skagaströnd allan sinn búskap, lengst af í
Stórholti. Þau voru um margt ólík en afar samlynd og áttu þau það sam-
eiginlegt að hafa létta lund. Anna var trúuð kona, einstaklega heiðarleg,
jafnlynd, góðviljuð og umburðarlynd. Hún tók þó virkan þátt í starfi
kvenfélagsins um langt árabil. En auk þess hafði hún gaman af lestri
góðra bóka og fallegri tónlist, einkum sígildri tónlist og óperusöng.
Bernódus lést 1996 og um það bil ári síðar flutti Anna í íbúð fyrir aldr-
aða að Ægisgrund. Hún var virk í starfi eldri borgara í föndri, í spilum og
öðru sem í boði var. Oft var gestagangur í litlu íbúðinni hennar enda
leituðu börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin mikið þangað.
I lok ágúst var Anna flutt á sjúkrahús. Hún kom heim aftur fáum dög-
um síðar en lést að heimili sínu aðfaranótt 1. september. Utför hennar
var gerð frá Hólaneskirkju 11. september.
Sr. Gubmundur Karl Brynjarsson.
Kristínar og Birkissonur,
Höllustöðum
Fœddur 22. september 1999 - Dáinn 22. september 1999
Kristín Pálsdóttir og Birkir Hólm Freyssón á Höllustöðum eignuðust and-
vana son hinn 22. september. Hann fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Utförin fór fram frá Svínavatnskirkju 2. október. Jarðsett var í
heimagrafreit á Guðlaugsstöðum.
Sr. Stína Gísladóltir.