Húnavaka - 01.05.2000, Page 180
178
HUNAVAKA
Björn Sigurðsson,
Jaðri, Skagaströnd
Fœddur 26. apríl 1913 - Dáinn 5. október 1999
Björn Sigurðsson fæddist á Osi í Nesjum, sonur hjónanna Sigurðar Jóns-
sonar, bónda og Sigurbjargar Jónsdóttur. Hann var næstelstur í hópi átta
systkina. Fjölskyldan flutti frá Osi að Mánaskál á Laxárdal um 1918. Sig-
urbjörg, móðir Björns, lést af barnsburði árið 1922.
A unglingsárum fór Björn til Keflavíkur og vann um tíma í skipasmíða-
stöðinni þar. Meðan hann var fyrir sunnan sótti hann einnig námskeið í
vélstjórn. Þegar hann kom aftur norður settist hann að á Skagasti'önd.
Fyrst starfaði hann sem vélstjóri í frystihúsinu en síðar á vélaverkstæði
Síldarverksmiðju ríkisins í tæp þrjátíu ár. Auk þess vann hann talsvert
lengi á vélaverkstæði hjá Karli Berndsen, í Skipasmíðastöð Guðmundar
Lárussonar ásamt lausamennsku ýmiss konar.
Björn kvæntist Elísabetu S. Frímannsdóttur frá Jaðri á Skagaströnd.
Börn þeirra eru fjögur og öll búsett á Skagaströnd. Þau eru: Sigurður,
fæddur 1942, kona hans var Margrét Har-
aldsdóttir, þau skildu, Hallbjörn, fæddur
1945, eiginkona hans er Guðný Sigurðar-
dóttir, Guðmundur, fæddur 1949, kvæntur
Þórunni Bernódusdóttur og Kristín, fædd
1951, eiginmaður hennar er Agúst Jónsson.
Að auki ólu Björn og Elísabet upp eina fóst-
urdóttur, Engilráði Guðmundsdóttur, sem
búsett er í Hafnarfirði. Hún var gift Jóni
Guðmundssyni, þau skildu.
A árunum kringum 1941 byggði Björn
hús við hliðina á æskuheimili Elísabetar,
Jaðri. Þar bjuggu jrau Elísabet allan sinn bú-
skap. Milli hjónanna ríkti gagnkvæm virðing
og goo samvinna.
Elísabet vann heima \'ið en Björn var fyrirvinna heimilisins. Hann vann
lengst af við alls kyns járnsmíði og vélavörslu bæði til sjós og lands. Björn
var mikill völundur, bæði á járn og tré og geysilega fær vélvirki. A árum
áður bilaði vart bátur á Skagaströnd öðruvísi en Björn væri kallaður til
þess að gera við. Hann smíðaði einnig nokkra báta sem enn eru í notkun.
Áhugamál Björns voru fyrst og fremst tengd skógrækt. Honurn gafst
þó ekki færi á að sinna þeim að neinu ráði fyrr en brauðstritinu var lok-
ið. Hann átu lítínn reit í landi Finnsstaða sem hann lagði mikla nauii í að
koma upp.