Húnavaka - 01.05.2000, Page 181
HUNAVAKA
179
Björn var ekki margmáll um tilfinningar sínar og innstu hjartans mál
en opinn og viðræðugóður um landsins gagn og nauðsynjar. Þó duldist
engum sem til þekkti að hann var viðkvæmur maður sem bar djúpa virð-
ingu fyrir lífinu.
I ágúst árið 1990 olli heilablæðing því að Björn var bundinn hjólastól
Jsað sem eftir var. Elísabet kona hans lést aðeins hálfum mánuði eftir
áfallið. Hann flutti síðar á dvalarheintili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd
og var þar til 1996 að hann fékk hjartaáfall. Upp frá því bjó hann á Hér-
aðshælinu á Blönduósi.
Þó veikindi Björns hafi á sínum tíma kippt honum út úr daglega lífinu
á svo sviplegan hátt og hann hafi skyndilega verið ófær um verklega
vinnu lét hann aldrei bugast. I raun talaði hann lítið um veikindi sín,
enda upptekinn af allt öðrtim og uppbyggilegri hugsunum um möguleg
sóknarfæri í atvinnulífinu, skógrækt og fiskeldi. Hann tók því sem að
höndum bar með jafnaðargeði, enda var hugurinn frjáls og hendurnar
styrkar allt til hinstu stundar.
Björn andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi. Utför lians var gerð frá
Hólaneskirkju 16. október.
Si: Guhnundur Karl Brynjarsson.
Sigurður Sigurðsson,
Blönduósi
Feeddur 31. ágúst 1934 —Dáinn 21. nóvember 1999
Sigurður Sigurðsson var fæddur í Brekkukoti í Sveinsstaðahreppi. For-
eldrar hans voru Sigurður Bjarnason bóndi í
Brekkttkoú og kona hans, Anna Sigurðardótt-
ir. Sigurður var næstyngstur sjö barna þeirra
hjóna en þau voru í aldursröð: Bjarni Guð-
mundur hann er Iátinn, Sigþór, Hulda hún
dó ung, Baldur Reynir hann er látinn, Svavar,
Sigurður, yngstur er Þorbjörn.
Sigurður, eða Daddi eins og hann var oft-
ast kallaður, ólst upp í Brekkukoti í stórum
hópi systkina. Hann fór snemma að heiman í
vinnumennsku og var lengi vinnumaður lijá
Bjarna Frímannssyni á Efri-Mýrum. Þar kynnt-
ist hann fyrri konu sinni, Ragnheiði Péturs-
dóttur, þau eignuðust saman fjögur börn. Elst er Bjarnhildur, þá Anna