Húnavaka - 01.05.2000, Síða 182
180
HUNAVAKA
Hnlda, Ingibjörg og Sigurður Pétur. Sigurður og Ragnheiður bjuggu á
Blönduósi en síðar að Æsustöðum, þar dó Ragnheiður úr illvígum sjúk-
dónti. Eftir andlát hennar leysdst heimili þeirra upp.
Seinni kona Sigurðar var Jóhanna Blöndal frá Blöndubakka. Þau slitu
hjónabandi sínu. Sigurður ogjóhanna eignuðust tvær dætur, Kristínu
Asgerði og Bryndísi.
Með búskap sínum á Blöndubakka vann Sigurður á Blönduósi við
margvísleg störf. Seinustu árin vann hann hjá Sölufélagi Austur-Húnvetn-
inga, síðast sem kjötmatsmaður.
Sigurður var mikið fyrir kindur og hesta, átd góð hross, var meðal ann-
ars félagi í hestamannafélaginu Neista. Hann ltafði líka ánægju af söng,
var einn af stofnendum karlakórsins Vökumanna, Hann var líka í Karla-
kór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Sigurður andaðist á Blöndubakka, útför hans var gerð frá Blönduóss-
kirkju 27. nóvember.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson.
Skúli Jónsson
frá Þórormstungu
Fœddur 3. ágúst 1901 -Dáinn 12. júlí 1999
Þó Skúli Jónsson dveldi allan síðari hluta æfi sinnar á Selfossi, eða fjöru-
tíu ár, var hann alltaf sami Vatnsdælingurinn, en í Vatnsdal var hann
fæddur og lifði þar fyrri hluta sinnar löngu æfi sem varð fast að 98 árum.
Mikið félagslíf var í Vatnsdalnum á uppvaxtarárum Skúla Jónssonar
frá Undirfelli þar sem hann dvaldi til fullorðinsára. Öflug stúka var starf-
andi í dalnum fram á annan áratug aldarinnar og var hún til á prestskap-
arárum sr. Hjörleifs Einarssonar, en hann sat á Undirfelli fyrir aldamótin
1900 til ársins 1907. Foreldrar Skúla, hjónin Jón Hannesson og Asta
Bjarnadótdr, höfðu búið á ættarjörð Astu, Þórormstungu, og þar fæddist
Skúli, en við brottför prestsins flutd fjölskyldan að Undirfelli og dvaldi
þar um nokkurt árabil, uns leið þeirra lá aftur að Þórormstungu.
Er tímabil stúkunnar leið tók við málfundafélag sem starfaði af þrótti
í nokkur ár og þjálfaði menn í ræðumennsku og fundarstjórn, en arftaki
þess varð ungmennafélag er einnig starfaði af þrótti m.a. um málfunda-
starfsemi. Bæði þessi félög gáfu út handskrifað blað, Ingimund gamla,
sem birti efni sitt í óbundnu og bundnu máli. Voru bæði félögin hinn
besd félagsmálaskóli og urðu Vatnsdælingar, margir hverjir, harðsnúnir