Húnavaka - 01.05.2000, Síða 185
Fréttir og fróðleikur
VEÐRIÐ 1999.
Janúar.
Eðlileg vetrartíð var í janúar og
lítill snjór á jörð til 16. en síðan
nokkur til 29. Þá gerði niikla hláku
tvo síðustu daga mánaðarins með
úrkomu og stormi. Gefín voru átta
vindstig af SSA á hádegi þann 31.
Atta vindstig voru einnig gefín af
N þann 16. Norðlægar áttir voru
fyrstu átta daga mánaðarins og
hægviðri til 9. Suðlægar áttir voru
til 15. en síðan norðlægar tíl 22. en
úr því suðlægar áttir til rnánaða-
móta. Frostlaust var aðeins þrjá
daga, 3., 30. og 31. þá voru 10 stig.
Frost var mest þann 18. eða 12,9
stig. Urkoma var í 20 daga en 14
mælanlegir, alls 42,9 mm, 35 mm
snjór og 7,9 mm sem regn. Svella-
lög voru mikil en eyddust ört svo
aðalvegir urðu auðir sem á sumar-
degi. Fjöll voru hvít í mánaðarlok-
in en flekkótt var á láglendi.
Febrúar.
Hámarkshiti í febrúar var fyrsta
dag mánaðarins, 11 stig en þann
17. var kaldast, 16,1 stigs frost.
Frostlaust var tvo fyrstu daga mán-
aðarins, síðan frá 10. til 12. og 25.
eða alls í sjö daga. Suðlægar áttir
voru fyrstu þrjá dagana og að
meirihluta allan mánuðinn. Skýjað
var oftast. Hvassast var af S og SV
þann 1. eða átta vindstig og nokk-
uð veðrasamt eftir þann 18. nema
tvo síðustu dagana er var hlíða.
Snjólag var allan mánuðinn, alhvít
fjöll en flekkóttjörð í byggð í mán-
aðarlokin. Úrkorna féll á 19 dög-
um, alls 54 mm þar af 37,1 mm
snjór og 16,9 mm regn. NA hríðar-
veður var dagana 20. og 21. og
féllu fyrirhuguð mannamót niður
þess vegna. Þurftí þá að ryðja vegi.
Telja má að vetrarveður ríkti allan
febrúarmánuð.
Mars.
Samfelld vetrarveðrátta var allan
marsmánuð, frost og áttin oftast
norðanstæð. Fjögurra stiga hiti
þann 11. en mest frost, 14,5 stig,
aðfaranótt 31. Mesta veðurhæð var
þann 12., átta vindstig af NA og
nokkuð hvasst frá 11. til 13. Úr-
korna var 21 dag en aðeins 13 mæl-
anlegir með samtals 18 mm af
snjó. Helmingur úrkomunnar, níu
mm, féll þann 17. og gerði þá
dimma hríð er hvessti af NV um
nóttina. Aðfaranótt 31. var með
öllu heiðskírt og hið fegursta veð-