Húnavaka - 01.05.2000, Síða 186
184
HUNAVAKA
ur. Harðfenni Jjakti héraðið og
jarðlaust fyrir allar skepnur. Af og
til þurfti að ryðja vegi vegna snjóa.
Snjóskriða l'éll í Langadalsfjalli við
Gunnsteinsstaði í mánaðarlokin
en olli ekki skaða. Æðarfugl byrj-
aði að hópa sig.
Apríl.
Aprílmánuður einkenndist af
rólegu, köldu og þurru veðri.
Mesti vindur, 6 stig af NA þann 11.
Frostlaust var aðeins sex sólar-
hringa. Hlýjast var 9,7 stiga hiti 25.
en kaldast, 11,5 stiga frost, þann
18. Léttskýjað var fyrstu þrjá dag-
ana og síðan frá 17. til 25. Urkoma
féll á 13 dögum, alls 31,6 mm, 13,3
mm snjór og 18,3 mm regn. Engin
úrkoma var frá 17. til 27., léttskýj-
að og rólegt. Lítið fór fyrir vor-
komu og ekki varð vart gróðurs.
Vetrarlaukar gægðust úr moldu við
húsveggi. Fjöll voru alhvít í mánað-
arlokin, jörð flekkótt á láglendi en
ísskarir með vatnsföllum. Hliðar-
vegir voru blautir og akstur þyngri
ökutækja bannaður.
Maí.
Maímánuður var þurrviðrasam-
ur fyrstu þrjár vikurnar. Urkoma
varð Jdó alls 51,8 mm og féll á 16
dögum en einn þeirra ekki mælan-
legur. Snjór féll lýrstu nóttina, tveir
mm, síðan rigning. Snjólag var gef-
ið til 5. maí en ekki meira. Frost
var skráð 2., 3,. 14. og 28. og þá 1,4
stig. Mest voru 5 vindstig nokkuð
oft. Norðanátt var fyrstu dagana og
síðan 13. og 14. og samfelld frá 19.
til mánaðarloka. Hlýjast var 6., 14,1
stigs liiti. Loft var oftast skýjað og
sólarlídð. Lítill gróður í úthaga en
sauðgróður í túnum. Trjágróður
laufgaðist hægt og vegna bleytu var
erfitt að dreifa áburði á tún og
vinna garða. Malarvegir voru
blautir og á þeim þungamörk.
Júní.
Úrkoma var 15 daga í júní en 13
mælanlegir, alls 48,9 mm. Engin
úrkoma var fyrstu sjö dagana en
17,5 mm þann 15. Hitasdg var lágt
fyrstu dagana, aðeins 1,5 stig þann
5. Hámarkshiti mánaðarins var
22,3 stig þann 11. og suðlæg átt.
Mesta veðurhæð var sex vindstig af
SA þann 10. Norðanstæðar áttir
voru fyrstu 5 daga mánaðarins, síð-
an 3 daga til 12. en breydlegar þar
á eftir nema eindregin norðanátt
síðustu fimm dagana, hæg. Svarta-
Jjoka lá yflr athugunarstað þann
29. og fram eftir degi 30. Bjart var
Joá inn til héraðsins og sterkjuhid.
Orfáir bændur hófu slátt fyrir
mánaðarlokin en erfiðlega gekk
að bera á sum tún vegna bleytu.
Júlí.
Gott og gróskumikið tíðarfar.
Léttskýjað var fyrstu sjö dagana, úr-
komulaust og norðanstæðar áttir.
Vætusamt var síðan dl 24. og varð
úrkoman alls 44,8 mm er féll á 11
dögum. Frá 24. voru SV lægar áttir,
úrkomulaust og hlýtt. Hlýjast var
þann 28., 18,8 stiga hid en kaldast
Jjann 22., aðeins 3,4 stig. Mánuð-
urinn nýttist mjög vel til heyskapar
en bændur hófu sláttinn seint,
margir hverjir, sökum þess hversu