Húnavaka - 01.05.2000, Page 187
II U N A V A K A
185
Kvöldstemning við Húnajlóa. Ljósm.: Halldór G. Ólafsson.
seint spratt. Hægviðri var fyrstu vik-
una en mesti vindur sex stig af SV
þann 21. og 27. Algert logn var síð-
asta dag mánaðarins, þoka lá þá
yfir Blönduósi, en sólskin var inn
tíl héraðsins. Sauðfé var flutt á af-
rétt snemma í mánuðinum er fjall-
vegir urðu færir.
Agúst.
Frábært veðurfar var í ágúst-
mánuði, margoft logn eða hægur
andvari. Hití var yíirleitt \’fii' 10 stig
en hámarkshiti 19,8 stig þann 4.
Lágmarkshiti var aðeins 1,6 stig
þann 15. sem var afbrigðilegt. Loft-
vog var stöðug og stóð hátt. Ur-
komu varð vart í 17 daga en 15
mælanlegir, alls 19,2 mm. Mesta
veðurhæð var af S Fnnm vindstig
þann 31.
Heyskapur varð mjög auðveldur
og rná segja að engin vinnustund
færi til spillis. Ýmsir bændur höfðu
lokið heyskap í mánaðarlokin en
aðrir biðu eftir því að háin sprytti.
Vel leit út með kartöflusprettu og
trjávöxtur var óvenjulega mikill.
September.
Hlýr en votviðrasamur. Urkoma
varð alls 59,5 mm regn, sem féll á
24 dögum. Hiti varð mestur 16,5
stig þann 20. og 15,5 þann 17.
Frost mældist þann 14., 28., 26.,
0,5 stig og 29., eitt stig. Mesti vind-
ur var sex stig af NNA þann 8. og
10. Algert logn var dagana 19., 21.
og 25. Suðlægar áttir voru fyrstu
þrjá dagana en síðan að mestu
norðlægar. Að jafnaði var skýjað og
sólarlítið. Tún voru í sprettu fram
yfir mánaðamótin og úthagi lítið
fallinn. Lauf féll mjög af trjágróðri
undir mánaðarlokin en sumar-
vöxtur var mikill. Heyskaparlok