Húnavaka - 01.05.2000, Síða 188
186
H U N A V A K A
voru undir mánaðamótin. Kart-
öfluuppskera góð. Sæmilega gekk
að ná fé af afréttum og vænleiki
þess góður. Mánuðurinn í heild
var hagstæður.
Október.
Október var mjög hagstæður og
mátti kallast sumarauki. Hvassast
varð af NNA þann 1., sex vindstig
og síðan tv'o síðustu dagana af N.
Annars hægv'iðri. Lágmarkshiti var
undir frostmarki í átta daga. Ur-
komu varð vart 22 daga, alls 39,3
mm, 37,4 mm regn og 1,9 mm
snjór eða slydda. Fjöll voru snjó-
laus frá 14. til 24. en annars ilekk-
ótt og mjög sjaldan hvít nenta í lok
mánaðarins. Jörð að mestu frost-
laus í mánaðarlokin en grátt í rót
um nætur sem hvarf á daginn.
Trjágróður felldi lauf en tún voru
græn og í sprettu fram eftir mán-
uðinum. Fjársmalanir gengu að
lokum vel og fénaður reyndist vel
í meðallagi vænn.
Nóvember.
Nóvember var hagstæður og vel
þriðjungur hans sem sumarauki.
11 dagar \'oru frostlausir og komst
hitinn í 15,1 sdg þann 14. Frostvar
eftir þann 20. mest 12 stig þann
28. Norðlægar áttir voru dagana 1.
til 4. og síðan 23. til 30. Mestur
vindur varð af SA þann 13., sex
stig. Snjólag var dagana 1. dl 9., 15.
til 18. og svo eftir 21. Urkoma var
skráð 26 daga, alls 61,6 mm, 6,3
mm regn og 55,3 mm snjór. All-
rnikill snjór var í mánaðarlokin og
nokkuð jafnfallinn. Féll snjórinn á
frostlausa jörð og augljóst að hann
yrði fljótur að fara við hlýindi. Full-
orðið sauðfé var ekki tekið á hús
fyrr en í mánaðarlokin er vetrartíð
virtist taka völdin. Samgöngur
voru greiðar í héraði.
Desember.
Desember var jafnviðrasamur og
hagstæður. Urkoma var 23 daga en
19 mælanlegir, alls 46,7 mm, 35,9
mm snjór (þar af 13,6 mm þann
26.) og 10,8 mm regn. Hiti fór yfir
frostmark í 17 daga og varð mest-
ur sex stig þann 20. og 21. Hitinn
fór niður fyrir frostmark alla daga
nema þann 21. og varð mest frost
18., 14,4 stig. Snjólag var allan
mánuðinn en sjaldan mikið. Jörð
var flekkótt í mánaðarlokin. Ekki
voru yfir flmm vindstig nerna að-
faranótt 31., áætlað sjö vindstig af
SSV um miðja nóttina. Attir voru
suðlægar í upphafi mánaðarins og
eins í lokin en breytilegar og hæg-
ar. Samgöngur voru greiðar í mán-
uðinum en svellalög nokkur. I lok
mánaðarins og ársins var lídð frost
í jörð og svellgaddur óverulegur.
Er litið er yfir framangreint }fir-
lit ársins má ljóst vera að fyrrihlud
þess var vart yfir meðallagi og vor-
ið kom seint og var kalt. Síðari
hluti ársins var aftur á mód mjög
góður og niðurstaðan því sú að
þetta næstsíðasta ár tuttugustu ald-
arinnar hafi verið hagstætt hvað
veðurfar snerti.
Samkæmt veburbókum á Blönduósi.
Grímur Gíslason.