Húnavaka - 01.05.2000, Síða 200
198
HÚNAVAKA
sölu, ekki er hægt að segja að við-
brögð útflytjenda hafi verið mjög
mikil.
Sölusýning var haldin á Þingeyr-
um þann 10. apríl. Þar voru 35
hross skráð til sölu og raðað í verð-
flokka. Sýningin, sem er orðin ár-
viss viðburður í starfi samtakanna,
gekk mjög vel, m.a. var skráin sett
á internetið. Þótt ekki yrði af mik-
illi sölu á sýningunni er ljóst að
sýning sem þessi vekur athygli og
hross eru seld í kjölfar hennar.
Samtökin tóku þátt í norðlensk-
um /sunnlenskum hestadögum í
Reiðhöllinni í Reykjavík fyrstu
helgina í maí.
Haldnir voru fræðslufundir,
m.a. var fjölmennur fundur með
Agústi Sigurðssyni hrossaræktar-
ráðunaut BI og Kristni Guðnasyni
formanni Félags hrossabænda, gef-
ið út fréttabréf, einnig var Stóð-
hestablaðinu dreift ókeypis til allra
félagsmanna.
Magnús Jósefsson var útnefndur
ræktunarmaður ársins, Steinnes-
búið í Sveinsstaðahreppi var út-
nefnt sem ræktunarbú ársins 1999.
Stjórn SHAH er þannig skipuð:
Björn Magnússon, Hólabaki, for-
maður, Hreinn Magnússon, Leys-
ingjastöðum II, varaformaður, Jón
Gíslason, Hofl, gjaldkeri, Ægir Sig-
urgeirsson, Stekkjardal, ritari og
Magnús Jósefsson, Steinnesi, með-
stjórnandi.
Björn Magnússon.
AF VETTVANGI BSAH 1999 .
Starfsemi Búnaðarsambands A-
Húnavatnssýslu (BSAH) var með
líku sniði á árinu og verið hefur. A
aðalfund BSAH, sem haldinn var á
Blönduósi 7. maí, mætti Ari Teits-
son formaður stjórnar Bændsam-
taka Islands. Starfsemi kúasæðinga
lá niðri í um mánaðartíma líkt og
haustið áður og var tilgangurinn
sparnaður. Unnar voru 17 bú-
rekstraráætlanir fyrir bændur í
tengslum við lánsumsóknir til
Lánasjóðs landbúnaðarins og er
það örlídð minna en árið áður.
Halli var á rekstri BSAH og Bú-
fjárræktardeildar árið 1999 sam-
kværnt bráðabirgðauppgjöri .
Fjörutíu og fjórir bændur héldu
afurðaskýrslur yflr kýr sínar og er
það sami fjöldi og árið áður. Ars-
kýrin (meðalkýrin) skilaði 4.249 kg
af mjólk á árinu og er það 200 kg
aukning frá fyrra ári. Arskúm
fækkaði á skýrslu um jjrjár og eru
þær núna 977. Fékk árskýrin 813
kg af kjarnfóðri og er það 21 kg
meira en árið áður. Mestar afurðir
efdr árskúna voru hjá ábúendum á
Steinnýjarstöðum á Skaga en þar
skilaði árskýrin 5.622 kg. Félagsbú-
ið á Balaskarði var í öðru sæti með
5.263 kg og Höskuldsstaðir í Vind-
hælishreppi í því þriðja með 5.058
kg efdr árskúna. Ef litið er til þess
hversu mörgum kílóum af próteini
og fitu árskýrin skilar þá standa
Steinnýjarstaðabændur efstir með
426 kg. Ef notaður er sami mæli-
kvarði til að meta afurðir einstakra
gripa þá stendur Branda 113 frá
Syðri-Löngumýri efst en hún skil-