Húnavaka - 01.05.2000, Qupperneq 211
H U N A V A K A
209
beiðninni á einhvern hátt, ef ekki
með mynd, þá með upplýsingum
um ættfræðina. A sama hátt hefir
safnið fengið myndir, frummyndir
eða skannaðar, af húnvetnskum
vesturförum
Safnið lagði að mestu til mynd-
efnið í sögusýningu þá sem
menningarmálanefnd Blönduóss-
bæjar setti upp í Hillebrandtshúsi
í tilefni af 120 ára afmæli staðarins
sl. sumar.
Þegar ritnefnd Sögufélagsins fór
að hugleiða útgáfu á ættum
Austur-Húnvetninga óskaði hún
eftir því að fá myndir frá skjala-
safninu, sem fúslega var samþykkt.
Menn frá útgáfufj'rirtækinu komu
svo sl. vor og skönnuðu fjölda
mynda fyrir útgáfuna.
Safnið hefir nú tengst netinu og
komið sér upp heimasiðu. Net-
fangið er: skjalhun@isholj.is Þar er
hægt að sjá það sem þegar er
komið á heimasíðuna og fylgjast
með því sem bætt verður við síðar.
Auk daglegra starfa var
aðalverkefni safnsins á árinu að
láta slá inn í tölvu það sem áður
hafði verið unnið og skrifað niður
og einnig að tryggja sem best að
j:>að, sem komið hafði verið
varanlega fyrir, ruglaðist ekki við
væntanlegan flutning.
Það eru rétt um fimmtíu ár
síðan Magnús Björnsson,
fræðimaður á Syðra-Hóli, kom á
sýsluskrifstofuna og vakti máls á
nauðsyn þess að varðveita skjöl og
bækur, gömul og ný, svo að þeir,
sem á eftir okkur koma, geti kynnt
sér sögu og líf foreldra okkar og
forfeðra. Sýslunefnd tók sem betur
fór forystu í málinu og þess vegna
eigum við nú gott skjalasafn og
myndasafn auk vísis að alhliða
menningarsafni.
Nú þurfúm við að sameinast um
að varðveita jjað sem áunnist hefir
og búa í haginn fyrir þá sem á eftir
okkur koma.
. Þessir afientu safninu skjöl,
myndir, muni éöa annad:
Alda Möller, Kópavogi.
Anna Árnadóttir, Blönduósi.
Sr. Árni Sigurðsson, Reykjavík.
Atiður Styrkársdóttir, Reykjavík.
Aðalhjörg Ingxarsdóttir, Blönduósi.
Dómhildur Jónsdóttir, Blönduósi.
Eggert K. Konráðsson frá Haukagili.
Elín Pálmadóttir, Reykjavík.
Grímur Gíslason frá Saurbæ.
Guðrún Siguijónsdóttir.
Halldóra Guðrún Ingham.
Hannes Guðntundsson frá Auðkúlu.
Helga S. Lárusdóttir, Blönduósi.
Ingibjörg Steinþórsdóttir
frá Breiðabólstað.
Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir.
Kolhrún Zophoníasdóttir, Blönduósi.
Kristine Húnfjörð, Blönduósi.
Kristín Ágústsdóttir, Blönduósi.
Pétur Jónsson, sagnfræðinenti.
Sigríður Hermannsdóttir, Hjallalandi.
Sigurlaug Hermannsdótdr, Blönduósi.
Sigurður Kr.Jónsson, Blönduósi.
Sögufélagið Húnvetningur.
Stefán Á.Jónsson, Kagaðarhóli.
Sr. Sveinbjörn Einarsson, Blönduósi.
Sveinn Sveinsson,Tjörn.
Unnar Agnarsson, Blönduósi.
Valgerður Guðmundsdótdr, Blönduósi.
Þjóðskjalasafn Islands
Þorgeröur Sæmundsen, Blönduósi.
ú