Húnavaka - 01.05.2000, Page 216
214
HUNAVAKA
Kór barna úr Húnavatnssýslum
söng nokkur lög og biskup Islands
hr. Karl Sigurbjörnsson skírði barn
við athöfnina.
Hátíðarmessa var í Blönduóss-
kirkju. Biskupinn predikaði og
prestar Húnavatnsprófastsdæmis
þjónuðu fyrir altari. Söngfólk úr
kirkjukórum prófastsdæmisins
sameinaðist í söng.
Að lokinni messu var boðið upp
á kaffi í Iþróttamiðstöðinni á
Blönduósi með hátíðardagskrá.
Jón Torfason, sagnfræðingur frá
Torfalæk, flutti erindi um kristni-
tökuna og áhrif hennar í héraði.
Kirkjukórar úr Húnavatns- og
Strandasýslu sungu.
I Kristnisögu er skrifaö um Gullstein. Þar
segir:
„Byskup ok Þorvaldr váru al Giljá með
Koðráni inn fyrsta vetr með prettánda
mann. Þorvaldr bað föður sinn skírast, en
hann tók pví seinliga.
At Giljá stóð steinn sá, er peir frændr höjðu
blótat, ok kölluðu þar búa í ármann sinn.
Koðrán lézt eigi munu fyrri skírasl láta en
hann vissi, hvárr meir mœtti, byskup eða ár-
maðr í steininum. Eftir þat fór byskup til
steinsins ok söngyfir, þar til er steinninn
brast sundr. Þá þóttist Koðrán skilja, at ár-
maðr var sigraðr. Lét Koðrán þá skíra sik ok
hjú hans öll.“
Páll Ingþór.
SÝSLUMAÐURINN Á BLÖNDUÓSI.
Rekstur embættisins var með
hefðbundnum hætti á árinu.
Reksturskostnaður var 75.316.590
krónur en fjárveiting vegna ársins
var 73.639.000 krónur og var því
rekstrarhalli miðað við árið
1.677.590 krónur. Rekstrarafgang-
ur vegna fyrri ára dugði til að
mæta þessum halla. Hallinn stafaði
aðallega af auknum kostnaði
vegna veikinda hjá lögreglu en Sig-
urður Sigurðsson lögregluvarð-
stjóri var í veikindaleyfi og hann
lét síðan af störfum um síðustu
áramót. Ennfremur lét Kristinn
Halldórsson sýslumannsfulltrúi af
störfum á árinu og var Þórhallur
H. Þorvaldsson ráðinn í hans stað.
Eins og fram kom í yfirliti síð-
asta árs var gengið frá kaupum á
húsnæði Héraðsskjalasafnsins í
kjallara að Hnjúkabyggð 33,
Blönduósi. Allt húsnæði lögregl-
unnar að Hnjúkabyggð 33 hefur
nú verið hannað og skipulagt upp
á nýtt og er miðað við að verkið
verði boðið út á vordögum og
framkvæmdir geti hafist með
haustinu. Mun þetta nýja og
breytta húsnæði gjörbreyta að-
stöðu lögreglunnar. I tengslum við
þessar breytingar hefur af hálfu
embættisins verið lögð áhersla á
bætt aðgengi að skrifstofum em-
bættisins, bæði fyrir fadaða og aðra
en það hefur ekki verið sem skyldi.
Umsjón með þessum framkvæmd-
um hafa Fasteignir ríkissjóðs.
A árinu var gengið frá samningu
nýrrar lögreglusamþykktar fyrir
Húnavatnssýslur og hefur hún ver-
ið send sveitarfélögunnm til af-
greiðslu. Er þess vænst að hún geti
tekið gildi með vorinu.
Starfsemi embættisins var með
hefðbundnu sniði á árinu og verð-
ur hér á eftir gerð grein fyrir mála-
fjölda á nokkrum sviðum. Til